TEKIST Á VIÐ INNRI ÓTTANN 26. september 2009 04:00 höfundar ókyrrðar Frá vinstri: Ragnar, Friðgeir og Margrét, höfundar Ókyrrðar sem verður frumsýnt á morgun.fréttablaðið/vilhelm Mikil gróska er í kringum Leikhúsbatteríið. Nýtt verk verður frumsýnt þar á morgun. Verkið Ókyrrð verður frumsýnt í Leikhúsbatteríinu, fyrir ofan skemmtistaðinn Batterí, á morgun. Höfundar og leikendur eru Friðgeir Einarsson, Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Ísleifur Bragason. Verkið er byggt á textum eftir Friðgeir og fjallar um hugarangur, ofvöxt ímyndunaraflsins og óttann sem býr innan með hverjum og einum. „Þetta byggir á persónulegri reynslu og reynslu sem kannski allir tengja við. Að láta stjórnast af hugmyndum eða ímyndunaraflinu og vera með ofvirkan hugmyndabúskap,“ segir Friðgeir. „Þetta snýst um það þegar maður lætur hreyfast af einhverju sem birtist í raunveruleikanum og tekst á við það. Við veltum fyrir okkur þessum innri ótta.“ Friðgeir skemmti sér vel við undirbúning verksins. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt á marga vegu. Þetta er búið að útheimta ýmsar rannsóknir innra sem ytra. Það er líka ákaflega skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk sem ég hef fengið að vinna með.“ Friðgeir og Ragnar eru báðir útskrifaðir úr Fræði og framkvæmd frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands en Margrét er menntaður danshöfundur frá listdansskólanum ArtEZ Dansakademie í Arnhem. Friðgeir og Margrét komu bæði fram í sýningunni Húmanímal sem var frumsýnd á vordögum við góðar undirtektir. Á meðal annarra verka Ragnars eru ljóðabókin Á meðan og leikritið Blessuð sé minning næturinnar sem flutt verður í útvarpsleikhúsinu í vetur. Ókyrrð verður einnig sýnd á leiklistarhátíðinni Diskurs í Giessen í Þýskalandi í byrjun október. Miðasala á verkið fer fram á Midi.is. Nánari upplýsingar má finna á síðunni Leikhusbatteri.is. freyr@frettabladid.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Mikil gróska er í kringum Leikhúsbatteríið. Nýtt verk verður frumsýnt þar á morgun. Verkið Ókyrrð verður frumsýnt í Leikhúsbatteríinu, fyrir ofan skemmtistaðinn Batterí, á morgun. Höfundar og leikendur eru Friðgeir Einarsson, Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Ísleifur Bragason. Verkið er byggt á textum eftir Friðgeir og fjallar um hugarangur, ofvöxt ímyndunaraflsins og óttann sem býr innan með hverjum og einum. „Þetta byggir á persónulegri reynslu og reynslu sem kannski allir tengja við. Að láta stjórnast af hugmyndum eða ímyndunaraflinu og vera með ofvirkan hugmyndabúskap,“ segir Friðgeir. „Þetta snýst um það þegar maður lætur hreyfast af einhverju sem birtist í raunveruleikanum og tekst á við það. Við veltum fyrir okkur þessum innri ótta.“ Friðgeir skemmti sér vel við undirbúning verksins. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt á marga vegu. Þetta er búið að útheimta ýmsar rannsóknir innra sem ytra. Það er líka ákaflega skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk sem ég hef fengið að vinna með.“ Friðgeir og Ragnar eru báðir útskrifaðir úr Fræði og framkvæmd frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands en Margrét er menntaður danshöfundur frá listdansskólanum ArtEZ Dansakademie í Arnhem. Friðgeir og Margrét komu bæði fram í sýningunni Húmanímal sem var frumsýnd á vordögum við góðar undirtektir. Á meðal annarra verka Ragnars eru ljóðabókin Á meðan og leikritið Blessuð sé minning næturinnar sem flutt verður í útvarpsleikhúsinu í vetur. Ókyrrð verður einnig sýnd á leiklistarhátíðinni Diskurs í Giessen í Þýskalandi í byrjun október. Miðasala á verkið fer fram á Midi.is. Nánari upplýsingar má finna á síðunni Leikhusbatteri.is. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira