Suðurlandsskjálftinn: 733 milljónir í styrki 14. janúar 2009 11:30 Mynd/Stefán Karlsson Íslenska ríkið mun greiða út 733 milljónir króna í styrki vegna jarðskjálftans á Suðurlandi þann 29. maí í fyrra. Stærsti hluti þess, eða 402 milljónir, fara til einstaklinga sem urðu fyrir tjóni en tryggingar ná ekki til. Þá fara 200 milljónir króna til sveitarfélaga á svæðinu vegna fyrstu viðbragða við skjálftanum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætis- og fjármálaráðuneytið hefjist brátt handa við að greiða út styrki vegna niðurrifs, endurmats á brunabótamati, tjóns á innbúum og fleira, en samkvæmt viðgerðarreikningum þegar um er að ræða stéttar, palla, veggi, hleðslur, frárennsli, vatnsveitur, borholur o.þ.h. Þær viðgerðir hefjast væntanlega flestar næsta vor. Í tilkynningunni segir að skjálftinn hafi ollið gríðarlegu tjóni sem metið er á milljarða króna „enda voru þetta mestu hamfarir sem gengið hafa yfir jafn fjölmenna og þéttbýla byggð hér á landi. Jarðskjálftinn reyndi þess vegna mikið á alla þætti samfélagsins, þ.á.m. styrk mannvirkja, stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkisins, fjarskiptakerfi, rekstur fyrirtækja og viðbragðsgetu Almannavarna, löggæslu og slökkviliðs. Sjálfboðaliðar svo sem björgunarsveitir, Rauði krossinn og fleiri samtök lögðu fram gífurlega mikla vinnu og er þeim þakkað sérstaklega." Þá segir einnig að samdóma álit sé að mjög vel hafi tekist til um viðbrögð við skjálftanum. „Stöðugt bætist við þá reynslu okkar, sem því miður er dýru verði keypt, hvernig best sé að bregðast við náttúruhamförum í landi okkar. Eitt af því sem við höfum lært af biturri fyrri reynslu er að ekki duga fyrstu viðbrögðin ein, heldur þarf þess í stað að setja á fót langtíma stuðning á hamfarasvæðinu. Af þessum sökum voru sett ný lög sem tóku á þessu og sett var upp þjónustumiðstöð í Tryggvaskála sem hefur starfað allt frá skjálftadegi. Almannavarnadeild og embætti ríkislögreglustjóra önnuðust rekstur þjónustumiðstöðvarinnar frá upphafi. Síðustu mánuði hefur þjónustumiðstöðin tekið við erindum vegna tjóna og ráðuneyti í góðri samvinnu við bæjarstjóra samþykkt tillögur um styrki." Nánar má fræðast um málið á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Íslenska ríkið mun greiða út 733 milljónir króna í styrki vegna jarðskjálftans á Suðurlandi þann 29. maí í fyrra. Stærsti hluti þess, eða 402 milljónir, fara til einstaklinga sem urðu fyrir tjóni en tryggingar ná ekki til. Þá fara 200 milljónir króna til sveitarfélaga á svæðinu vegna fyrstu viðbragða við skjálftanum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætis- og fjármálaráðuneytið hefjist brátt handa við að greiða út styrki vegna niðurrifs, endurmats á brunabótamati, tjóns á innbúum og fleira, en samkvæmt viðgerðarreikningum þegar um er að ræða stéttar, palla, veggi, hleðslur, frárennsli, vatnsveitur, borholur o.þ.h. Þær viðgerðir hefjast væntanlega flestar næsta vor. Í tilkynningunni segir að skjálftinn hafi ollið gríðarlegu tjóni sem metið er á milljarða króna „enda voru þetta mestu hamfarir sem gengið hafa yfir jafn fjölmenna og þéttbýla byggð hér á landi. Jarðskjálftinn reyndi þess vegna mikið á alla þætti samfélagsins, þ.á.m. styrk mannvirkja, stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkisins, fjarskiptakerfi, rekstur fyrirtækja og viðbragðsgetu Almannavarna, löggæslu og slökkviliðs. Sjálfboðaliðar svo sem björgunarsveitir, Rauði krossinn og fleiri samtök lögðu fram gífurlega mikla vinnu og er þeim þakkað sérstaklega." Þá segir einnig að samdóma álit sé að mjög vel hafi tekist til um viðbrögð við skjálftanum. „Stöðugt bætist við þá reynslu okkar, sem því miður er dýru verði keypt, hvernig best sé að bregðast við náttúruhamförum í landi okkar. Eitt af því sem við höfum lært af biturri fyrri reynslu er að ekki duga fyrstu viðbrögðin ein, heldur þarf þess í stað að setja á fót langtíma stuðning á hamfarasvæðinu. Af þessum sökum voru sett ný lög sem tóku á þessu og sett var upp þjónustumiðstöð í Tryggvaskála sem hefur starfað allt frá skjálftadegi. Almannavarnadeild og embætti ríkislögreglustjóra önnuðust rekstur þjónustumiðstöðvarinnar frá upphafi. Síðustu mánuði hefur þjónustumiðstöðin tekið við erindum vegna tjóna og ráðuneyti í góðri samvinnu við bæjarstjóra samþykkt tillögur um styrki." Nánar má fræðast um málið á heimasíðu forsætisráðuneytisins.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira