Fótbolti

Drillo tekur við Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Egil Olsen.
Egil Olsen. Nordic Photos / AFP

Egil „Drillo" Olsen mun taka við norska landsliðinu eftir því sem kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag.

Fyrst um sinn mun hann stýra landsliðinu í þremur vináttulandsleikjum, gegn Þýskalandi, Suður-Afríku og Finnlandi og ef báðir aðilar eru ánægðir með árangurinn mun hann stýra liðinu til loka undankeppni HM 2010. Noregur og Ísland eru saman í riðli í undankeppninni.

Þetta mun verða tilkynnt á blaðamannafundi í dag eða á morgun.

Egil Olsen á langan þjálfaraferil að baki. Hann stýrði norska landsliðinu frá 1990 til 1998 og svo Wimbledon tímabilið 1999-2000. Síðast stýrði hann landsliði Írak frá 2007 til 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×