Innlent

Jákvæðni og þrautseigja

Þrautseigja, skýr markmiðssetning og mikil jákvæðni eru ráðin sem silfurdrengirnir frá Peking gefa þjóðinni til að vinna sig út úr kreppunni. Fréttastofa Stöðvar tvö valdi íslenska karlalandsliðið í handbolta Menn ársins 2008.

Þeir Guðmundur Guðmundsson og Snorri Steinn Guðjónsson biðu þess á Hótel Borg í gær fyrir hönd landsliðsins af fá viðurkenninguna afhenta í Kryddsíld en þar sem útsendingin var rofin urðu áhorfendur ekki vitni að því þegar Edda Andrésdóttir færði þeim blómvönd og heiðurskjöld.

Edda spurði hvort íslenska þjóðin gæti lært eitthvað af aðferðarfræði handboltalandsliðsins til að vinna sig út úr kreppunni.

Guðmundur segir svo vera. Mikilvægt sé að setja skýr markmið og sýna ákveðna þrautseigju. Jákvæðni er einnig mikilvæg að mati landsliðsþjálfarans.




Tengdar fréttir

Silfurdrengirnir menn ársins á Stöð 2

Fréttastofa Stöðvar tvö valdi handboltalandslið karla Menn ársins 2008. Handboltalandsliðið vann sem kunnugt er til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í sumar og var þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar komust á verðlaunapall í hópíþrótt á Ólympíuleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×