Innlent

Eigendur Laugarásvideó efna til opnunarteitis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Jósefsson er einn eiganda myndbandaleigunnar. Mynd/ Pjetur.
Gunnar Jósefsson er einn eiganda myndbandaleigunnar. Mynd/ Pjetur.
Eigendur myndbandaleigunnar Laugarásvideó efna til opnunarteitis á laugardaginn næsta klukkan þrjú.

Myndbandaleigan stórskemmdist í eldi í ágúst en eigendur hennar hafa unnið hörðum höndum við að koma rekstrinum í samt lag. Í tilkynningu sem þeir senda fjölmiðlum segja eigendur að með mikilli elju og dugnaði hafi þeim tekist það ætlunarverk að opna aftur fyrir jól, og vilji þeir því því bjóða alla velkomna á opnunarhátíð næstkomandi laugardag þann 12. desember klukkan þrjú.

Í opnunarteitinu verður boðið upp á léttar veitingar og mun hljómsveitin Deildarbungubræður spila við tilefnið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×