Innlent

Krafist gæsluvarðhalds yfir ökufanti

Lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem keyrði á lögreglustöðina við Hverfisgötu og í Skógarhlíð í gærkvöldi. Í fyrstu kom fram að ekki yrði krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þær upplýsingar reyndust rangar og hefur lögreglan leiðrétt það.

Ökumaðurinn er grunaður um tilraun til manndráps oglíkamsmeiðingar auk þess sem hann verður kærður fyrir brot gegn valdstjórn.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, ók í gegnum nokkrar hurðir á slökkvistöðinni í Skógarhlíð og hélt þaðan að lögreglustöðinni við Hverfisgötu en þar var för hans stöðvuð. Ekki er vitað hvað honum gekk til en maðurinn olli miklu tjóni og skapaði stórhættu með vítaverðum akstri.

Áður en maðurinn lét til skarar skríða hafði hann samband við fréttamann Vísis og tilkynnti honum um fyrirætlan sína. Sagðist hann ætla að myrða lögreglumenn þar sem ofbeldi þeirra hefði gert hann að öryrkja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×