Innlent

Umferðastofa mótmælir frétt Fréttablaðsins

Umferðarstofa vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í dag og Vísir.is.

Vegna fréttar á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu og á visir.is þar sem m.a. er sagt að reglur og lög um skoðun ökutækja hafi aldrei verið kynnt viðmælanda blaðsins sem að er eigandi einkanúmers þá vil ég taka eftirfarandi fram. Í byrjun janúarmánaðar sendi Samgönguráðuneytið út sérstaka kynningu með bifreiðagjöldum á alla eigendur ökutækja í landinu þar sem kynnt voru helstu atriði breytinga á lögum og reglum um skoðun ökutækja og fyrirhugaða álagningu vanrækslugjalds. Á þessum seðli eru eigendur ökutækja hvattir til að leita sér nánari upplýsinga á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is enda ekki hægt að koma öllum upplýsingum fyrir í þessari kynningu sem fylgdi bifreiðagjöldunum. Það er því ekki rétt að eigendum ökutækja hafi ekki verið kynntar þær reglur og lög sem nú gilda um skoðun þeirra.

Einar Magnús Magnússon

upplýsingafulltrúi Umferðarstofu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×