Lífið

Ímynd Tiger að hruni komin

Lögreglan í Flórída útilokar ekki að Woods hafi verið undir áhrifum svefnlyfs þegar hann ók á brunahana.
Lögreglan í Flórída útilokar ekki að Woods hafi verið undir áhrifum svefnlyfs þegar hann ók á brunahana.

Fyrir hálfum mánuði var Tiger Woods dýrlingur, nánast ósnertanlegur. Í dag er annað uppi á teninginum og ímynd besta kylfings heims er löskuð.

Samkvæmt vefsíðu Daily News er Elin Nordegren, eiginkona Woods, flutt út af heimili þeirra hjóna ásamt börnum þeirra. Nordegren, sem er sænsk, á að auki að hafa fest kaup á fallegu húsi rétt fyrir utan Stokkhólm. Húsið keypti hún ásamt tvíburasystur sinni. Fjölmiðlar greindu síðan frá því í gær að kona á miðjum aldri hefði verið flutt með sjúkrabíl frá húsi Woods í Flórída en móðir Elínar, Barbro Holmberg, hefur dvalist á heimili þeirra hjóna. Fréttastofan NBC staðfesti stuttu síðar að konan væri vissulega móðir Elinar og væri hún á batavegi.

Nýjar heimildir herma að gömul hnémeiðsl Tiger Woods séu orsök þess að kylfingurinn varð háður verkjalyfjum. Ein hjákona Woods opinberaði í viðtali að íþrótta­maðurinn hefði verið háður lyfinu Ambien og vilja sumir meina að Woods hafi verið undir áhrifum þess þegar hann ók bíl sínum á brunahana.

Samkvæmt skýrslu frá lögreglunni í Flórída á Woods að hafa verið sofandi þegar lögreglumenn komu á vettvang stuttu eftir áreksturinn. „Þegar ég kom á slysstað lá hann hrjótandi,“ var haft eftir nágranna Woods, Jarius Adams, en hann hringdi eftir aðstoð. Annar lögregluþjónninn sagði kylfinginn hafa hagað sér undarlega á slysstað. Ekki er talið útilokað að hann hafi verið undir áhrifum Ambien, sem er algengt svefnlyf í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.