Erlent

Svarti kassinn fundinn en skemmdur

Brak úr flugvélinni ásamt líkamsleifum mátti finna í grennd við brotlendingastaðinn.
Brak úr flugvélinni ásamt líkamsleifum mátti finna í grennd við brotlendingastaðinn.

Björgunarmenn hafa fundið svarta kassann í farþegaflugvélinni sem hrapaði í Norður Íran í morgun. Kassinn er talinn skemmdur en rannsóknarmenn vonast til þess að ná upplýsingum úr honum varðandi tildrög og ástæðu slyssins.

Alls fórust 168 manns þegar 22 ára gamla farþegaflugvélin hrapaði á leið sinni frá Íran til Armeníu. Hún hafði verið á flugi í 20 mínútur þegar hún hrapaði.

Sjónarvottur segist hafa séð eld í flugvélinni rétt áður en hún hrapaði.

Flugvélin tók á loft á alþjóðaflugvellinum í Íran. Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad vottaði aðstandendum samúð sína í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×