Baltasar hræðist ekki Mel Gibson 17. desember 2009 06:00 Hvergi Banginn <B>Baltasar Kormákur</B> hefur verið í samningaviðræðum við stórt framleiðslufyrirtæki í Hollywood um bæði framleiðslu og dreifingu á víkingamyndinni sinni. <B>Mel Gibson</B> hyggst einnig gera víkingamynd með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. „Nei, ég held að þetta sé ekkert ssamsæri gegn mér, þessir menn hafa eitthvað annað við tímann að gera. En þetta eru stór nöfn til að fara í samkeppni við," segir Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri.Nýverið var tilkynnt að sjálfur Mel Gibson hyggðist gera víkingamynd og hefði fengið Leonardo DiCaprio í aðahlutverkið. Stór nöfn, svo ekki sé meira sagt. Baltasar hefur, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, einnig verið að undirbúa risastóra víkingamynd sem taka á upp hér á Íslandi. Um yrði að ræða dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar og hafa samningaviðræður um framleiðslu og dreifingu staðið yfir við eitt af stærri framleiðslufyrirtækjum Hollywood að undanförnu. En samkeppnin er hörð og Gibson er mikill söguáhugamaður þegar kemur að kvikmyndagerð, gerði síðast Apocalypto þar sem hið forna tungumál maya var notað og þar áður Píslarsögu Krists. Lítið fæst uppgefið um söguþráð kvikmyndarinnar heldur eingöngu að tökur eigi að hefjast eftir hálft ár, öllu eigi að tjalda til og að myndin fjalli frekar um líf og menningu á víkingatímabilinu heldur einhvern einn stakan atburð í sögunni. Hið merkilega er að víkingamyndir hafi ekki beint átt uppá pallborðið hjá amerískum áhorfendum og flestar verið hálfslappar. „Þetta er svona svipuð nálgun og við höfum haft í huga og þetta eru auðvitað merkileg tilviljun. En maður gefst ekkert upp þótt maður fái samkeppni frá svona risum. Kvikmyndir um þetta efni hafa lengi verið í bígerð útí Hollywood og núna virðast menn ætla að láta slag standa," segir Baltasar en víkingamyndin hans er í eðlilegum farvegi, búið er að byggja leikmynd og er hún nú að veðrast austur á fjörðum.-fgg Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Nei, ég held að þetta sé ekkert ssamsæri gegn mér, þessir menn hafa eitthvað annað við tímann að gera. En þetta eru stór nöfn til að fara í samkeppni við," segir Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri.Nýverið var tilkynnt að sjálfur Mel Gibson hyggðist gera víkingamynd og hefði fengið Leonardo DiCaprio í aðahlutverkið. Stór nöfn, svo ekki sé meira sagt. Baltasar hefur, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, einnig verið að undirbúa risastóra víkingamynd sem taka á upp hér á Íslandi. Um yrði að ræða dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar og hafa samningaviðræður um framleiðslu og dreifingu staðið yfir við eitt af stærri framleiðslufyrirtækjum Hollywood að undanförnu. En samkeppnin er hörð og Gibson er mikill söguáhugamaður þegar kemur að kvikmyndagerð, gerði síðast Apocalypto þar sem hið forna tungumál maya var notað og þar áður Píslarsögu Krists. Lítið fæst uppgefið um söguþráð kvikmyndarinnar heldur eingöngu að tökur eigi að hefjast eftir hálft ár, öllu eigi að tjalda til og að myndin fjalli frekar um líf og menningu á víkingatímabilinu heldur einhvern einn stakan atburð í sögunni. Hið merkilega er að víkingamyndir hafi ekki beint átt uppá pallborðið hjá amerískum áhorfendum og flestar verið hálfslappar. „Þetta er svona svipuð nálgun og við höfum haft í huga og þetta eru auðvitað merkileg tilviljun. En maður gefst ekkert upp þótt maður fái samkeppni frá svona risum. Kvikmyndir um þetta efni hafa lengi verið í bígerð útí Hollywood og núna virðast menn ætla að láta slag standa," segir Baltasar en víkingamyndin hans er í eðlilegum farvegi, búið er að byggja leikmynd og er hún nú að veðrast austur á fjörðum.-fgg
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira