Erlent

Átta látnir eftir árekstur í New York

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Átta manns eru látnir, þar af fjögur börn, eftir árekstur þriggja bíla rétt norðan við New York-borg í gær. Eitt barn í viðbót var flutt slasað á sjúkrahús. Slysið varð þegar litlum hópferðabíl var ekið á röngum vegarhelmingi á þjóðvegi við Pleasantville. Hann lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt og kastaðist annar þeirra á þriðja bílinn við áreksturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×