Enski boltinn

Beckham segist geta spilað til fimmtugs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beckham hefur metnað fyrir landsliðinu sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar.
Beckham hefur metnað fyrir landsliðinu sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Nordic Photos/Getty Images

Hinn 34 ára gamli David Beckham er augljóslega ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna á næstu árum. Beckham, sem spilar væntanlega landsleik númer 109 um helgina, á sér enn stóra drauma.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að fara á HM á næsta ári og spila alla landsleiki fram að keppninni. Ég held ég leggi landsliðsskóna aldrei á hilluna," sagði Beckham sem á aðeins í land með að ná landsleikjameti Peters Shilton sem er 125 landsleikur.

„Þó svo ég sé ekki alltaf valinn vil ég alltaf vera til staðar fyrir landsliðið. Ég gæti þess vegna spilað þangað til ég verð 50 ára. Ég vil alltaf gefa kost á mér og ef ég yrði valinn 45 ára gamall myndi ég mæta og spila. Það skiptir mig miklu máli að fá að spila fyrir landsliðið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×