Landssamtök lífeyrissjóða hafna fjármagnstekjuskatti 13. nóvember 2009 06:00 Arnar Sigurmundsson „Við tökum þessari hugmynd illa. Þetta myndi leiða til þess að lækka þyrfti lífeyri,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, inntur eftir viðbrögðum við hugmyndum um að leggja á lífeyrissjóði tímabundinn fjármagnstekjuskatt. Hugmyndinni hefur verið lýst sem valkosti við að skattleggja inngreiðslur iðgjalda í sjóðina í stað þess að skattleggja lífeyrisgreiðslurnar sjálfar, en sú leið hefur verið sögð erfið í framkvæmd og kalla á mikla uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu. Í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar er reiknað út að tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti á lífeyrissjóðina gætu á næsta ári numið 25 milljörðum króna. „Fjármagnstekjur lífeyrissjóðanna mynda með öðru grunninn undir lífeyrisréttindi,“ áréttar Arnar og telur að jafnvel þótt fjármagnsskattur yrði tímabundinn þyrfti að skerða réttindi vegna hans, að minnsta kosti hvað varðaði lífeyrissjóði á almennum markaði, þótt öðru máli gætti um opinbera starfsmenn vegna samninga þeirra. „Við gerum okkur grein fyrir því að ríkið vantar tekjur, en í þessari leið felst mikil mismunun.“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að það veiki lífeyrissjóðina að leggja á þá fjármagnstekjuskatt og dragi úr getu þeirra til að greiða lífeyri. Hann segir því eðlilegt að menn reyni að verja stöðu lífeyrissjóðanna eins og kostur sé. „Auðvitað líst mér ekki vel á að fara að skattleggja lífeyrissjóðina. Af tvennu illu, frekar en að fara að breyta kerfinu, er þetta þó kannski illskárri kostur, svo lengi sem það er tímabundið.“ Gunnar setur þó fyrirvara við hugmyndir um að leggja fjármagnstekjuskatt á lífeyrissjóðina enda vanti alla útfærslu. Þannig sé hluti hagnaðar við uppgjör lífeyrissjóðanna oft óinnleystur, svo sem vegna veikingar krónunnar á þessu ári eða hækkunar á erlendum verðbréfum. Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, segir ljóst að allir skattar á lífeyrissjóði séu slæmir; kerfið hafi verið til mikilla heilla fyrir Íslendinga og það eigi að umgangast af virðingu. „En almenningur í landinu stendur nú frammi fyrir því að boðaðar hafa verið geysimiklar skattahækkanir og því er spáð að kaupmáttur minnki þess vegna um 16,5 prósent næsta ár. Með því dregur úr neyslu, atvinnuleysi eykst og endurreisnin tefst. Hætta er á að fólksflótti verði mjög mikill. Því leita menn leiða til þess að komast hjá þessu,“ segir hann og bendir á að þótt skattlagning á lífeyrissparnað sé ekki töfralausn sem búi til peninga úr engu sé kosturinn við fjármagnstekjuskattinn sá að hann komi jafnt við alla eigendur lífeyrissjóðanna. „Ekki þarf að skerða réttindi, og utanumhald er tiltölulega einfalt. Og þótt bent hafi verið á að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna séu með ábyrgð eigenda er það annað mál og óháð þeim vanda sem þjóðin á í núna.“ olikr@frettabladid.is Benedikt Jóhannesson Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Við tökum þessari hugmynd illa. Þetta myndi leiða til þess að lækka þyrfti lífeyri,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, inntur eftir viðbrögðum við hugmyndum um að leggja á lífeyrissjóði tímabundinn fjármagnstekjuskatt. Hugmyndinni hefur verið lýst sem valkosti við að skattleggja inngreiðslur iðgjalda í sjóðina í stað þess að skattleggja lífeyrisgreiðslurnar sjálfar, en sú leið hefur verið sögð erfið í framkvæmd og kalla á mikla uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu. Í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar er reiknað út að tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti á lífeyrissjóðina gætu á næsta ári numið 25 milljörðum króna. „Fjármagnstekjur lífeyrissjóðanna mynda með öðru grunninn undir lífeyrisréttindi,“ áréttar Arnar og telur að jafnvel þótt fjármagnsskattur yrði tímabundinn þyrfti að skerða réttindi vegna hans, að minnsta kosti hvað varðaði lífeyrissjóði á almennum markaði, þótt öðru máli gætti um opinbera starfsmenn vegna samninga þeirra. „Við gerum okkur grein fyrir því að ríkið vantar tekjur, en í þessari leið felst mikil mismunun.“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að það veiki lífeyrissjóðina að leggja á þá fjármagnstekjuskatt og dragi úr getu þeirra til að greiða lífeyri. Hann segir því eðlilegt að menn reyni að verja stöðu lífeyrissjóðanna eins og kostur sé. „Auðvitað líst mér ekki vel á að fara að skattleggja lífeyrissjóðina. Af tvennu illu, frekar en að fara að breyta kerfinu, er þetta þó kannski illskárri kostur, svo lengi sem það er tímabundið.“ Gunnar setur þó fyrirvara við hugmyndir um að leggja fjármagnstekjuskatt á lífeyrissjóðina enda vanti alla útfærslu. Þannig sé hluti hagnaðar við uppgjör lífeyrissjóðanna oft óinnleystur, svo sem vegna veikingar krónunnar á þessu ári eða hækkunar á erlendum verðbréfum. Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, segir ljóst að allir skattar á lífeyrissjóði séu slæmir; kerfið hafi verið til mikilla heilla fyrir Íslendinga og það eigi að umgangast af virðingu. „En almenningur í landinu stendur nú frammi fyrir því að boðaðar hafa verið geysimiklar skattahækkanir og því er spáð að kaupmáttur minnki þess vegna um 16,5 prósent næsta ár. Með því dregur úr neyslu, atvinnuleysi eykst og endurreisnin tefst. Hætta er á að fólksflótti verði mjög mikill. Því leita menn leiða til þess að komast hjá þessu,“ segir hann og bendir á að þótt skattlagning á lífeyrissparnað sé ekki töfralausn sem búi til peninga úr engu sé kosturinn við fjármagnstekjuskattinn sá að hann komi jafnt við alla eigendur lífeyrissjóðanna. „Ekki þarf að skerða réttindi, og utanumhald er tiltölulega einfalt. Og þótt bent hafi verið á að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna séu með ábyrgð eigenda er það annað mál og óháð þeim vanda sem þjóðin á í núna.“ olikr@frettabladid.is Benedikt Jóhannesson
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira