Innlent

Blóðbankinn minnir á sig

Blóðbankinn beinir þeim tilmælum til allra blóðgjafa að hafa bankann í huga á næstunni. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vegna fjölda frídaga yfir jól og áramót sé nauðsynlegt að styrkja öryggisbirgðir Blóðbankans.

Enn fremur kemur fram að Blóðbankabíllinn verði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. janúar næstkomandi frá klukkan 13.00 til 17.00. Blóðgjafar geta einnig snúið sér til afgreiðslu Blóðbankans við Snorrabraut í Reykjavík og við Eyrarlandsveg á Akureyri.

- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×