Innlent

Rólegheitanótt um land allt

Nóttin var með rólegasta móti um allt land. Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu. Þá barst Lögreglu fremur óvanaleg tilkynning um að skipstjóri væri ölvaður og beið eftir að hann kæmi í land við Reykjavíkurhöfn. Lögreglan á Selfossi tók einn fyrir fíkniefnaakstur. Þá varð ein bílvelta á Skeiðarvegi seint í gærkvöldi. Tvennt var í bílnum og sluppu ómeidd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×