Geta ekki mætt í skóla vegna fátæktar foreldra Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 23. ágúst 2009 10:09 Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Mynd/Stefán „Það sem ýtti mér af stað er að foreldrar hafa verið að hringja í mig út af börnum sem mættu ekki í skólann fyrsta daginn, því þau hafa ekki getað keypt bækur," segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju, í samtali við fréttastofu. Hann skrifaði færslu í vefdagbók sína í gær þar sem hann lýsir erfiðum símtölum frá fólki sem getur ekki látið börnin sín byrja í skóla með haustinu, því ekki er til peningur til að kaupa námsbækur, skólavörur og greiða innritunargjöld. Þórhallur segir einkum um nemendur við framhaldsskóla að ræða. Aðspurður hvort hann telji hættu á að börn flosni hreinlega upp úr námi vegna fátæktar svarar Þórhallur: „Ég spyr - ef þú getur ekki mætt í skólann á mánudaginn því þú átt ekki bækur, hvað ætlarðu þá að gera?" Þórhallur segist hafa heyrt frá fólki sem standi frammi fyrir algjöru úrræðaleysi fyrir morgundaginn. Hann segir marga foreldra vera með fleiri en eitt barn á sínu framfæri sem þurfi að fæða og klæða á sama tíma og verðlag hækkar. Þórhallur bendir á að fólk geti leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar og félagsþjónustunnar um styrki, en þeir hrökkvi skammt miðað við hvað kostnaðurinn við að hefja nám er mikill. Hann kallar eftir aðgerðum og biðlar til menntamálaráðherra í færslunni. „Ég veit ekki hvað þarf að gera, en ég veit að það þarf að gera eitthvað." Færslu Þórhalls má lesa hér. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
„Það sem ýtti mér af stað er að foreldrar hafa verið að hringja í mig út af börnum sem mættu ekki í skólann fyrsta daginn, því þau hafa ekki getað keypt bækur," segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju, í samtali við fréttastofu. Hann skrifaði færslu í vefdagbók sína í gær þar sem hann lýsir erfiðum símtölum frá fólki sem getur ekki látið börnin sín byrja í skóla með haustinu, því ekki er til peningur til að kaupa námsbækur, skólavörur og greiða innritunargjöld. Þórhallur segir einkum um nemendur við framhaldsskóla að ræða. Aðspurður hvort hann telji hættu á að börn flosni hreinlega upp úr námi vegna fátæktar svarar Þórhallur: „Ég spyr - ef þú getur ekki mætt í skólann á mánudaginn því þú átt ekki bækur, hvað ætlarðu þá að gera?" Þórhallur segist hafa heyrt frá fólki sem standi frammi fyrir algjöru úrræðaleysi fyrir morgundaginn. Hann segir marga foreldra vera með fleiri en eitt barn á sínu framfæri sem þurfi að fæða og klæða á sama tíma og verðlag hækkar. Þórhallur bendir á að fólk geti leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar og félagsþjónustunnar um styrki, en þeir hrökkvi skammt miðað við hvað kostnaðurinn við að hefja nám er mikill. Hann kallar eftir aðgerðum og biðlar til menntamálaráðherra í færslunni. „Ég veit ekki hvað þarf að gera, en ég veit að það þarf að gera eitthvað." Færslu Þórhalls má lesa hér.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira