Lögreglumenn deyja ungir - partur 3 Gunnar Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2009 22:16 Lögreglumaðurinn segir undarlega forgangsröðun á fjárlögum til embættisins og lögreglan skuldi nokkrum rannsóknarlögreglumönnum hátt í 200 yfirvinnutíma frá síðasta ári. Að lokum segir hann enga furðu að lögreglumenn deyji ungir.Sérhannaður einkennisbúningur fyrir 700 manna lögreglulið Árið 2008 var erfitt fyrir marga lögreglumenn. Búnaðar- og tækjakaup lögreglu voru í miklu uppnámi sökum vanefndra samninga birgja og fjárskorts lögreglu. Nýr einkennisbúningur var nýverið tekinn í notkun og var hluti fatnaðarins meingallaður. Að flestra mati er undarlegt að sérhanna hafi þurft lögreglubúning á tæplega 700 manna lögreglulið landsins. Sérstaklega þegar aðeins um helmingur vinnur í búning. Réttast hefði auðvitað verið að fá hluta í útboði einkennisfatnaðs Norðmanna, Svía eða Dana. En ekki eru allir sammála um það og líklega einhverjar lög og reglur sem gera slíkt erfitt. Það að kaupa piparúða, sem frægur hefur orðið í fréttum með rangnefnið "varnarúði", var embættinu lengi vel ofviða, sökum fjárskorts. Lögreglumenn sátu uppi með tóma eða útrunna brúsa og ekki til meira á landinu, var okkur sagt. Leið langur tími þar til eitthvað var gert í þeim efnum. Þetta er mikilvægt verkfæri lögreglumanns sem ætlað er til að koma bæði honum og handteknum hjá meiðslum sem annars geta hlotist við handtökur. Þetta er búnaður sem á aldrei að vanta. Rannsóknarlögreglumenn nota eigin föt innan um heimilislausa og sprautufíkla Á sama tíma og erfiðleikar voru við kaup á einkennisfatnaði voru fatabeiðnir rannsóknarlögreglumanna aflagðar. Rannsóknarlögreglumenn starfa fæstir í einkennisfatnaði og þykir því ekki jafnræði að fá ekki fatnað til að vinna í. Almenningur á kannski erfitt með að skilja afhverju rannsóknarlögreglumenn ekki vilja greiða fyrir fötin sjálfir. Vill ég því útskýra það nánar. Um er að ræða hversdagslegan fatnað, fatnað úr eigin fataskáp, fatnað sem viðkomandi hefur keypt sjálfur. Í þessum fatnaði ferðu í vinnuna. Þetta er fatnaður sem þú ert í innan um afbrotamenn, heimilislausa og neyslusjúklinga eins og sprautufíkla. Ég vil alls ekki gera lítið úr því fólki, því þetta er einfaldlega fólk sem á erfitt og þarfnast hjálpar. En lífsstíll þeirra er vægast sagt ógeðfelldur og í húsleitum vaða rannsóknarlögreglumenn stundum hland- og saurblandað rusl, innan um blóðsmitaðar nálar og fíkniefnaleyfar. Þeir eru í þessum fötum í hættulegu og óhreinu umhverfi. Sama hversu vel þú þværð fötin munt þú aldrei vilja taka utan um börnin þín í þessum fötum. Þetta verða sjálfkrafa vinnuföt, sem keypt eru út frá praktísku en ekki fagurfræðilegu sjónarmiði. Vinnuföt sem þú ekki getur notað heima hjá þér og því föt sem þú átt ekki að greiða fyrir sjálfur. Að hætta með fatabeiðninar var því mikil tekjuskerðing fyrir rannsóknarlögreglumenn.Lögreglumenn vinna frítt Í nokkrum rannsóknardeildum varð einnig nýverið tekjuskerðing er embættið hætti að greiða sérstaklega fyrir það þegar rannsóknarlögreglumaður var ræstur út af bakvakt. Rannsóknarlögreglumenn fá ákveðna þóknun, sem er í minni kantinum, fyrir að vera á bakvakt, og fengu svo yfirvinnu greidda fyrir þann tíma sem þeir voru að vinna í útkallinu. Nú er það þannig að rannsóknarlögreglumenn fá ákveðna fasta yfirvinnutíma á mánuði. Þetta er mismunandi eftir deildum en er frá 20 tímum upp í 35 tíma. Þeir mega ekki vinna meiri yfirvinnu en sem því nemur. Embættið túlkaði það svo að þeir yfirvinnutímar sem rannsóknarlögreglumenn væru að vinna við það að vera ræstir af bakvakt væru hluti af þessum yfirvinnukvóta. Við núverandi ástand er maður fljótur að klára þennan kvóta og ekki er vitað hvað gerist ef maður klárar kvótann og er svo ræstur út af bakvakt. Miðað við það að embættið skuldar nokkrum rannsóknarlögreglumönnum tæplega 200 tíma í yfirvinnu frá því á síðasta ári þykir mér jafnvel líklegt að rannsóknarlögreglumaður þurfi að vinna þá bakvakt frítt. Það er því miður svo að þó við séum ríkisstarfsmenn þá eru launin ekki fugl í hendi. Það þarf að berjast fyrir þeim.Lækkuð laun Í vor lækkuðu laun okkar um 15 þúsund krónur er sérstök álagsþóknun var afnumin. Álag hefur aftur á móti aukist og önnur laun minnkað eins og ég bendi á hér að ofan. Í lögreglunni er ákveðin samheldni. Þessi samheldni gerir vart við sig á tímum sem þessum þegar vegið er að lögreglu landsins. Hún gerir vart við sig á vöktum almennu deildar LRH þegar fólk er búið að vinna lengi saman á sömu vakt og eru eins og bræður og systur. Þetta hefur haldið mörgum í starfi og bjargað mörgum frá andlegum áföllum, því þetta virkar eins og áfallahjálp. Þetta fólk vinnur saman og hittist svo eftir vinnu til að gera eitthvað saman.Lögreglumenn hættir að lyfta sér upp og deyja ungir Nú sér því miður fyrir endann á því að lögreglumenn geri sér glaðan dag saman. Í september er ráðgert að vöktunum hjá LRH, sem eru 5 talsins, verði stokkað upp og nýtt fyrirkomulag tekið upp. Það gengur út á að enginn ákveðinn hópur manns vinni saman heldur verður hver og einn að velja sér sína daga til að vinna á, út frá ákveðnum reglu. Mun það sundra þeirri liðsheild sem nú ríkir hjá almennu deild LRH og liðsheildin er líklega það eina sem heldur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gangandi um þessar mundir. Félagsmönnum LR tókst naumlega að fresta þessu nýja fyrirkomulagi í vor en það átti að taka gildi nú á vormánuðum. Þegar hitafundur hafði verið haldinn þar sem tár sáust bókstaflega var ákveðið að fresta þessu fram á september. Að mati lögreglumanna ætti að henda þessu nýja fyrirkomulagi því það mun verða til þess að stytta lífaldur lögreglumanna enn frekar, og þó er hann stuttur fyrir. Lögreglumenn deyja fyrr en aðrir menn. Það er ekki að ástæðulausu og það er alger óþarfi að auka á þá áhættuþætti sem verða til þess að við deyjum fyrr. Í meðfylgjandi viðhengjum hér að neðan, má sjá sannanir fyrir máli lögreglumannsins: Mynd eitt sýnir, að skráð er að settir voru diskar í 3 bíla í röð þann 21. júlí eftir að fyrsta bréf lögreglumannsins var birt. Mynd tvö sýnir, að brotist var inn í marga bíla á sama tíma í Breiðholti, sum innbrotin voru skráð sem eignaspjöll. Mynd þrjú sýnir svo yfirlit yfir þau skráðu útköll sem ekki var hægt að sinna sökum anna í nótt, 23. júlí. Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra: Ég vil verja alla málaflokka ráðuneytisins „Þetta er áhrifamikið ákall,” segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um nafnlaust bréf sem lögreglumaður sendi fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag. 21. júlí 2009 18:59 Lögreglumaður tjáir sig - partur 2 Nú mun vera í bígerð að setja rannsóknarlögreglumenn á vaktir og svelta þar með rannsóknardeild LRH sem nú þegar er á grafarbrúninni. Ljóst er að ef af því verður munu mál fá seinan eða engan framgang hjá lögreglu. En það er víst um seinan, því í dag hrúgast málin upp án þess að lögreglan fái neitt við ráðið. 23. júlí 2009 21:52 Lögreglumaður tjáir sig öðru sinni Lögreglumaðurinn sem tjáði sig við fréttastofu fyrr í vikunni, er afar þakklátur fyrir þá umræðu og viðbrögð sem tölvupóstur hans hefur fengið enda þykir honum og fleirum málið mjög mikilvægt. Nú hefur fréttastofu borist annar póstur frá ónefnda lögreglumanninum. 23. júlí 2009 21:38 Neyðarkall frá lögreglumanni Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Svo hljóðar bréf sem fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fékk sent í gærkvöld frá manni sem segist vera lögreglumaður. Maðurinn segist ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júlí 2009 09:31 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Lögreglumaðurinn segir undarlega forgangsröðun á fjárlögum til embættisins og lögreglan skuldi nokkrum rannsóknarlögreglumönnum hátt í 200 yfirvinnutíma frá síðasta ári. Að lokum segir hann enga furðu að lögreglumenn deyji ungir.Sérhannaður einkennisbúningur fyrir 700 manna lögreglulið Árið 2008 var erfitt fyrir marga lögreglumenn. Búnaðar- og tækjakaup lögreglu voru í miklu uppnámi sökum vanefndra samninga birgja og fjárskorts lögreglu. Nýr einkennisbúningur var nýverið tekinn í notkun og var hluti fatnaðarins meingallaður. Að flestra mati er undarlegt að sérhanna hafi þurft lögreglubúning á tæplega 700 manna lögreglulið landsins. Sérstaklega þegar aðeins um helmingur vinnur í búning. Réttast hefði auðvitað verið að fá hluta í útboði einkennisfatnaðs Norðmanna, Svía eða Dana. En ekki eru allir sammála um það og líklega einhverjar lög og reglur sem gera slíkt erfitt. Það að kaupa piparúða, sem frægur hefur orðið í fréttum með rangnefnið "varnarúði", var embættinu lengi vel ofviða, sökum fjárskorts. Lögreglumenn sátu uppi með tóma eða útrunna brúsa og ekki til meira á landinu, var okkur sagt. Leið langur tími þar til eitthvað var gert í þeim efnum. Þetta er mikilvægt verkfæri lögreglumanns sem ætlað er til að koma bæði honum og handteknum hjá meiðslum sem annars geta hlotist við handtökur. Þetta er búnaður sem á aldrei að vanta. Rannsóknarlögreglumenn nota eigin föt innan um heimilislausa og sprautufíkla Á sama tíma og erfiðleikar voru við kaup á einkennisfatnaði voru fatabeiðnir rannsóknarlögreglumanna aflagðar. Rannsóknarlögreglumenn starfa fæstir í einkennisfatnaði og þykir því ekki jafnræði að fá ekki fatnað til að vinna í. Almenningur á kannski erfitt með að skilja afhverju rannsóknarlögreglumenn ekki vilja greiða fyrir fötin sjálfir. Vill ég því útskýra það nánar. Um er að ræða hversdagslegan fatnað, fatnað úr eigin fataskáp, fatnað sem viðkomandi hefur keypt sjálfur. Í þessum fatnaði ferðu í vinnuna. Þetta er fatnaður sem þú ert í innan um afbrotamenn, heimilislausa og neyslusjúklinga eins og sprautufíkla. Ég vil alls ekki gera lítið úr því fólki, því þetta er einfaldlega fólk sem á erfitt og þarfnast hjálpar. En lífsstíll þeirra er vægast sagt ógeðfelldur og í húsleitum vaða rannsóknarlögreglumenn stundum hland- og saurblandað rusl, innan um blóðsmitaðar nálar og fíkniefnaleyfar. Þeir eru í þessum fötum í hættulegu og óhreinu umhverfi. Sama hversu vel þú þværð fötin munt þú aldrei vilja taka utan um börnin þín í þessum fötum. Þetta verða sjálfkrafa vinnuföt, sem keypt eru út frá praktísku en ekki fagurfræðilegu sjónarmiði. Vinnuföt sem þú ekki getur notað heima hjá þér og því föt sem þú átt ekki að greiða fyrir sjálfur. Að hætta með fatabeiðninar var því mikil tekjuskerðing fyrir rannsóknarlögreglumenn.Lögreglumenn vinna frítt Í nokkrum rannsóknardeildum varð einnig nýverið tekjuskerðing er embættið hætti að greiða sérstaklega fyrir það þegar rannsóknarlögreglumaður var ræstur út af bakvakt. Rannsóknarlögreglumenn fá ákveðna þóknun, sem er í minni kantinum, fyrir að vera á bakvakt, og fengu svo yfirvinnu greidda fyrir þann tíma sem þeir voru að vinna í útkallinu. Nú er það þannig að rannsóknarlögreglumenn fá ákveðna fasta yfirvinnutíma á mánuði. Þetta er mismunandi eftir deildum en er frá 20 tímum upp í 35 tíma. Þeir mega ekki vinna meiri yfirvinnu en sem því nemur. Embættið túlkaði það svo að þeir yfirvinnutímar sem rannsóknarlögreglumenn væru að vinna við það að vera ræstir af bakvakt væru hluti af þessum yfirvinnukvóta. Við núverandi ástand er maður fljótur að klára þennan kvóta og ekki er vitað hvað gerist ef maður klárar kvótann og er svo ræstur út af bakvakt. Miðað við það að embættið skuldar nokkrum rannsóknarlögreglumönnum tæplega 200 tíma í yfirvinnu frá því á síðasta ári þykir mér jafnvel líklegt að rannsóknarlögreglumaður þurfi að vinna þá bakvakt frítt. Það er því miður svo að þó við séum ríkisstarfsmenn þá eru launin ekki fugl í hendi. Það þarf að berjast fyrir þeim.Lækkuð laun Í vor lækkuðu laun okkar um 15 þúsund krónur er sérstök álagsþóknun var afnumin. Álag hefur aftur á móti aukist og önnur laun minnkað eins og ég bendi á hér að ofan. Í lögreglunni er ákveðin samheldni. Þessi samheldni gerir vart við sig á tímum sem þessum þegar vegið er að lögreglu landsins. Hún gerir vart við sig á vöktum almennu deildar LRH þegar fólk er búið að vinna lengi saman á sömu vakt og eru eins og bræður og systur. Þetta hefur haldið mörgum í starfi og bjargað mörgum frá andlegum áföllum, því þetta virkar eins og áfallahjálp. Þetta fólk vinnur saman og hittist svo eftir vinnu til að gera eitthvað saman.Lögreglumenn hættir að lyfta sér upp og deyja ungir Nú sér því miður fyrir endann á því að lögreglumenn geri sér glaðan dag saman. Í september er ráðgert að vöktunum hjá LRH, sem eru 5 talsins, verði stokkað upp og nýtt fyrirkomulag tekið upp. Það gengur út á að enginn ákveðinn hópur manns vinni saman heldur verður hver og einn að velja sér sína daga til að vinna á, út frá ákveðnum reglu. Mun það sundra þeirri liðsheild sem nú ríkir hjá almennu deild LRH og liðsheildin er líklega það eina sem heldur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gangandi um þessar mundir. Félagsmönnum LR tókst naumlega að fresta þessu nýja fyrirkomulagi í vor en það átti að taka gildi nú á vormánuðum. Þegar hitafundur hafði verið haldinn þar sem tár sáust bókstaflega var ákveðið að fresta þessu fram á september. Að mati lögreglumanna ætti að henda þessu nýja fyrirkomulagi því það mun verða til þess að stytta lífaldur lögreglumanna enn frekar, og þó er hann stuttur fyrir. Lögreglumenn deyja fyrr en aðrir menn. Það er ekki að ástæðulausu og það er alger óþarfi að auka á þá áhættuþætti sem verða til þess að við deyjum fyrr. Í meðfylgjandi viðhengjum hér að neðan, má sjá sannanir fyrir máli lögreglumannsins: Mynd eitt sýnir, að skráð er að settir voru diskar í 3 bíla í röð þann 21. júlí eftir að fyrsta bréf lögreglumannsins var birt. Mynd tvö sýnir, að brotist var inn í marga bíla á sama tíma í Breiðholti, sum innbrotin voru skráð sem eignaspjöll. Mynd þrjú sýnir svo yfirlit yfir þau skráðu útköll sem ekki var hægt að sinna sökum anna í nótt, 23. júlí.
Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra: Ég vil verja alla málaflokka ráðuneytisins „Þetta er áhrifamikið ákall,” segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um nafnlaust bréf sem lögreglumaður sendi fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag. 21. júlí 2009 18:59 Lögreglumaður tjáir sig - partur 2 Nú mun vera í bígerð að setja rannsóknarlögreglumenn á vaktir og svelta þar með rannsóknardeild LRH sem nú þegar er á grafarbrúninni. Ljóst er að ef af því verður munu mál fá seinan eða engan framgang hjá lögreglu. En það er víst um seinan, því í dag hrúgast málin upp án þess að lögreglan fái neitt við ráðið. 23. júlí 2009 21:52 Lögreglumaður tjáir sig öðru sinni Lögreglumaðurinn sem tjáði sig við fréttastofu fyrr í vikunni, er afar þakklátur fyrir þá umræðu og viðbrögð sem tölvupóstur hans hefur fengið enda þykir honum og fleirum málið mjög mikilvægt. Nú hefur fréttastofu borist annar póstur frá ónefnda lögreglumanninum. 23. júlí 2009 21:38 Neyðarkall frá lögreglumanni Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Svo hljóðar bréf sem fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fékk sent í gærkvöld frá manni sem segist vera lögreglumaður. Maðurinn segist ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júlí 2009 09:31 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Dómsmálaráðherra: Ég vil verja alla málaflokka ráðuneytisins „Þetta er áhrifamikið ákall,” segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um nafnlaust bréf sem lögreglumaður sendi fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag. 21. júlí 2009 18:59
Lögreglumaður tjáir sig - partur 2 Nú mun vera í bígerð að setja rannsóknarlögreglumenn á vaktir og svelta þar með rannsóknardeild LRH sem nú þegar er á grafarbrúninni. Ljóst er að ef af því verður munu mál fá seinan eða engan framgang hjá lögreglu. En það er víst um seinan, því í dag hrúgast málin upp án þess að lögreglan fái neitt við ráðið. 23. júlí 2009 21:52
Lögreglumaður tjáir sig öðru sinni Lögreglumaðurinn sem tjáði sig við fréttastofu fyrr í vikunni, er afar þakklátur fyrir þá umræðu og viðbrögð sem tölvupóstur hans hefur fengið enda þykir honum og fleirum málið mjög mikilvægt. Nú hefur fréttastofu borist annar póstur frá ónefnda lögreglumanninum. 23. júlí 2009 21:38
Neyðarkall frá lögreglumanni Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Svo hljóðar bréf sem fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fékk sent í gærkvöld frá manni sem segist vera lögreglumaður. Maðurinn segist ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júlí 2009 09:31