Erlent

Framleiðandi AK-47 á leið á hausinn

Stærsti vopnaframleiðandi Rússlands sem kallast Izhmash stendur frammi fyrir gjaldþroti. Fyrirtækið er þekktast fyrir að framleiða Kalashnikov vélbyssuna sem einnig er þekkt undir nafninu AK-47. AK-47 er útbreiddasta vélbyssa sögunnar og hefur hún komið við sögu í flestum ef ekki öllum stríðum sem háð hafa verið frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.

Byssan hefur verið framleidd í fjölda landa og í svo mörgum eintökum að fleiri Kalashnikovar hafa runnið af færibandinu en af öllum öðrum vélbyssum til samans. AK-47 þykir bera af í hönnun fyrir einfaldleika og lágan framleiðslukostnað. Þá þykir hún einstaklega endingargóð og er talið að hver riffill endist að meðaltali í 20 til 40 ár.

Áhrif byssunnar hafa verið gríðarleg og er AK-47 eina vörumerkið sem fengið hefur þann virðingarsess að vera á þjóðfána ríkis. Byssan lék svo stórt hlutverk í frelsisstríði Mosambík að ákveðið var að hafa mynd af byssunni á fánana landsins.

Lengi vel var ekkert einkaleyfi á framleiðslu AK-47 en Izhmash fékk loksins einkarétt á bysunni árið 1999. Þrátt fyrir það eru AK-47 framleiddar víða um heim án leyfis og því ekki við því að búast að byssan hverfi af sjónarsviðinu þrátt fyrir að upphaflegi framleiðandinn hafi lagt upp laupana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×