Innlent

Þorgerður og Geir skipta á starfsmönnum

Halldór Árnason verður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu næstu sex mánuði.
Halldór Árnason verður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu næstu sex mánuði.

Líkt og Vísir greindi frá fyrir stundu var boðað til fundar í menntamálaráðneytinu með skömmum fyrirvara nú í morgun. Þar voru breytingar á ráðuneytinu kynntar sem m.a. lúta að því að Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri færir sig um set yfir í forsætisráðuneytið. Þar hefur hann verið ráðinn sem verkefnastjóri. Þetta staðfesti Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við Vísi.

Halldór Árnason verður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu en hann hefur verið skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu til þessa.

Þeir félagar munu sinna störfum sínum hjá ráðuneytunum næstu sex mánuði og síðan er gert ráð fyrir því að þeir snúi aftur í sín gömlu störf.

Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu mun Guðmundur taka að sér stórt verkefni næstu mánuðina sem lítur að því að samræma aðgerðir og stýra upplýsingaflæði. Með þessu sé verið að styrkja starfið í efnahagsuppbyggingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×