Erlent

Tyrkinn Sultan Kosen er hæsti maður í heimi

Tyrkinn Sultan Kosen hefur verið útnefndur hæsti maður heimsins í nýjustu útgáfu Heimsmetabókar Guinness.

Hinn 27 ára gamli Kosen er 2 metrar og 47 sentimetrar að hæð og samkvæmt heimsmetabókinni er hann auk þess með stærstu hendur og fætur í heimi. Hendurnar, frá úlnlið fram á fingurgóma mælast tæplega 28 sentimetrar og fæturnir mælast tæplega 37 sentimetrar sem þýðir að Kosen notar skóstærð í kringum 60.

Kosen er 10 sentimetrum hærri en fyrrum hæsti maður í heimi, Kínverjinn Bao Xishun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×