Sport

Larsson vill gerast þjálfari hjá Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henrik Larsson lék með Manchester United í nokkra mánuði árið 2007.
Henrik Larsson lék með Manchester United í nokkra mánuði árið 2007. Nordic Photos / Getty Images

Svíinn Henrik Larsson segist spenntur fyrir því að snúa aftur til Celtic í Skotlandi og gerast þjálfari hjá liðinu.

Larsson lék á sínum tíma í sjö ár með Celtic og skoraði á þeim tíma 242 mörk fyrir félagið.

Hann leikur nú með Helsingborg í Svíþjóð en búist er við því að hann leggi skóna á hilluna þegar núverandi tímabili lýkur þar í næsta mánuði.

„Ég ræði oft við marga hjá Celtic en það er þó ekkert að gerast í augnablikinu," sagði Larsson í samtali við breska fjölmiðla.

„Allir vita hverjar tilfinningar mínar eru í garð þessa félags. Ég mun fara til Skotlands fyrr eða síðar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×