Körfubolti

Elvar stiga­hæstur í fyrsta deildar­leiknum með nýja liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Már Friðriksson var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í körfubolta.
Elvar Már Friðriksson var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í körfubolta. vísir/hulda margrét

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Elvar Már Friðriksson, lét mikið að sér kveða þegar Anwil Wloclawek vann stórsigur á Gliwice, 93-58, í pólsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leikurinn var í 1. umferð pólsku deildarinnar og þetta var því fyrsti deildarleikur Elvars með Anwil Wloclawek. Hann kom til liðsins frá Maroussi í Grikklandi í sumar.

Elvar átti góðan leik í kvöld. Njarðvíkingurinn skoraði sextán stig og var stigahæstur í liði Anwil Wloclawek.

Elvar tók einnig fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar, flestar hjá Anwil Wloclawek. Hann hitti úr sex af tíu skotum sínum utan af velli og nýtti eina vítaskotið sem hann tók.

Anwil Wloclawek hefur þrisvar sinnum orðið pólskur meistari, síðast 2019. Liðið vann Evrópubikarinn fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×