Bestu ljósmyndarar Íslandssögunnar 20. júlí 2009 08:00 Einar Falur með gersemina fréttablaðið/Arnþór Ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson hefur tekist á hendur það erfiða, og væntanlega umdeilda, verkefni að velja bestu ljósmyndara Íslandssögunnar og verk eftir þá. Afraksturinn verður gefinn út í veglegri bók og mikil sýning sett upp á Akureyri þar sem þessar myndir verða sýndar. „Ég hef valið þrettán ljósmyndara, sem að mínu mati eru þeir bestu þeirra sem fæddir eru fyrir 1960 og hafa starfað í að minnsta kosti aldarfjórðung við fagið," segir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og blaðamaður. Einar Falur hefur tekist á hendur það vandasama verk að velja bestu ljósmyndara Íslandssögunnar og verk eftir þá - innan þeirra marka sem hann nefnir hér að ofan. Níu þessara ljósmyndara eru látnir en fjórir eru á lífi. Afraksturinn munu menn svo fá að sjá á sýningunni Úrval sem opnar á Akureyrardaginn, 29. ágúst, á Listasafni á Akureyri. Einar Falur er sýningarstjóri. Að auki mun forlagið Sögur gefa út veglega ljósmyndabók. Þeir þar á bæ líta svo á að bók sem þessi eigi fullt erindi bæði við landsmenn sem og á erlendan vettvang. Einar Falur segir valið bæði hafa verið erfitt og ekki. „Ég þekki býsna vel til. Þorri verkanna kemur úr Ljósmyndasafni Íslands, sem er innan Þjóðminjasafns og svo frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur." Einar Falur vonar að valið verði umdeilt. „Sumt er algerlega augljóst en annað verður umdeilt. Þannig á það að vera þegar sýningarstjóri setur saman sýningu sem byggist á hans smekk. Það væri eitthvað að ef allir væru sammála." Einar Falur segir einn stærsta vandann hafa verið þann hversu fáar konur koma til greina. „Þegar lagst er í rannsóknir á íslenskri ljósmyndasögu má sjá að fram komu margar efnilegar og góðar konur. En þær hættu nánast undantekningalaust þegar þær stofnuðu fjölskyldu. Tvær undantekningar eru þó og þær konur eru báðar með verk á sýningunni," segir Einar og nefnir til sögunnar Sigríði Zoëga og Nicoline Wey-wadt. Konur sem höfðu úthaldið sem þurfti til að ná inn fyrir þær takmarkanir sem Einar setur. Elsti ljósmyndarinn á sýningunni er Sigfús Eymundsson, ljósmyndari og bóksali, sem að margra mati sem til þekkja er mögulega sá besti sem hér hefur starfað. Pétur Brynjólfsson og feðgarnir Magnús Ólafsson og Ólafur Magnússon voru mikilvægir póstar íslenskrar ljósmyndasögu sem og þeir Vigfús Sigurgeirsson, Jón Kaldal og Ólafur K. Magnússon. Ljósmyndararnir sem eru á lífi og eiga verk á sýningunni eru Guðmundur Ingólfsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Ragnar Axelsson og Páll Stefánsson. „Það verður sprenging eftir 1960. Þá koma einnig miklu fleiri konur til sögunnar. Þetta er mín kynslóð og mjög meðvitað vel ég ekki verk þaðan. Undirtitill sýningarinnar er 1872 til 2009. Útgangspunkturinn hjá mér er myndir af fólki og mannlífi. Margir skoða íslenska ljósmyndun út frá landslagi og náttúru. Sem ekki er skrítið. Hér hefur alltaf verið fátt fólk í stóru og tilkomumiklu landi. Mitt áhugasvið er meira mannlífið. Ég er að skoða það, þó ljósmyndarar sýningarinnar séu afar sterkir náttúruljósmyndarar. En þeir hafa einnig unnið markvisst með fólk og náttúru og það mun sjást á sýningunni," segir Einar Falur. jakob@frettabladid.is Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson hefur tekist á hendur það erfiða, og væntanlega umdeilda, verkefni að velja bestu ljósmyndara Íslandssögunnar og verk eftir þá. Afraksturinn verður gefinn út í veglegri bók og mikil sýning sett upp á Akureyri þar sem þessar myndir verða sýndar. „Ég hef valið þrettán ljósmyndara, sem að mínu mati eru þeir bestu þeirra sem fæddir eru fyrir 1960 og hafa starfað í að minnsta kosti aldarfjórðung við fagið," segir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og blaðamaður. Einar Falur hefur tekist á hendur það vandasama verk að velja bestu ljósmyndara Íslandssögunnar og verk eftir þá - innan þeirra marka sem hann nefnir hér að ofan. Níu þessara ljósmyndara eru látnir en fjórir eru á lífi. Afraksturinn munu menn svo fá að sjá á sýningunni Úrval sem opnar á Akureyrardaginn, 29. ágúst, á Listasafni á Akureyri. Einar Falur er sýningarstjóri. Að auki mun forlagið Sögur gefa út veglega ljósmyndabók. Þeir þar á bæ líta svo á að bók sem þessi eigi fullt erindi bæði við landsmenn sem og á erlendan vettvang. Einar Falur segir valið bæði hafa verið erfitt og ekki. „Ég þekki býsna vel til. Þorri verkanna kemur úr Ljósmyndasafni Íslands, sem er innan Þjóðminjasafns og svo frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur." Einar Falur vonar að valið verði umdeilt. „Sumt er algerlega augljóst en annað verður umdeilt. Þannig á það að vera þegar sýningarstjóri setur saman sýningu sem byggist á hans smekk. Það væri eitthvað að ef allir væru sammála." Einar Falur segir einn stærsta vandann hafa verið þann hversu fáar konur koma til greina. „Þegar lagst er í rannsóknir á íslenskri ljósmyndasögu má sjá að fram komu margar efnilegar og góðar konur. En þær hættu nánast undantekningalaust þegar þær stofnuðu fjölskyldu. Tvær undantekningar eru þó og þær konur eru báðar með verk á sýningunni," segir Einar og nefnir til sögunnar Sigríði Zoëga og Nicoline Wey-wadt. Konur sem höfðu úthaldið sem þurfti til að ná inn fyrir þær takmarkanir sem Einar setur. Elsti ljósmyndarinn á sýningunni er Sigfús Eymundsson, ljósmyndari og bóksali, sem að margra mati sem til þekkja er mögulega sá besti sem hér hefur starfað. Pétur Brynjólfsson og feðgarnir Magnús Ólafsson og Ólafur Magnússon voru mikilvægir póstar íslenskrar ljósmyndasögu sem og þeir Vigfús Sigurgeirsson, Jón Kaldal og Ólafur K. Magnússon. Ljósmyndararnir sem eru á lífi og eiga verk á sýningunni eru Guðmundur Ingólfsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Ragnar Axelsson og Páll Stefánsson. „Það verður sprenging eftir 1960. Þá koma einnig miklu fleiri konur til sögunnar. Þetta er mín kynslóð og mjög meðvitað vel ég ekki verk þaðan. Undirtitill sýningarinnar er 1872 til 2009. Útgangspunkturinn hjá mér er myndir af fólki og mannlífi. Margir skoða íslenska ljósmyndun út frá landslagi og náttúru. Sem ekki er skrítið. Hér hefur alltaf verið fátt fólk í stóru og tilkomumiklu landi. Mitt áhugasvið er meira mannlífið. Ég er að skoða það, þó ljósmyndarar sýningarinnar séu afar sterkir náttúruljósmyndarar. En þeir hafa einnig unnið markvisst með fólk og náttúru og það mun sjást á sýningunni," segir Einar Falur. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira