Bestu ljósmyndarar Íslandssögunnar 20. júlí 2009 08:00 Einar Falur með gersemina fréttablaðið/Arnþór Ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson hefur tekist á hendur það erfiða, og væntanlega umdeilda, verkefni að velja bestu ljósmyndara Íslandssögunnar og verk eftir þá. Afraksturinn verður gefinn út í veglegri bók og mikil sýning sett upp á Akureyri þar sem þessar myndir verða sýndar. „Ég hef valið þrettán ljósmyndara, sem að mínu mati eru þeir bestu þeirra sem fæddir eru fyrir 1960 og hafa starfað í að minnsta kosti aldarfjórðung við fagið," segir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og blaðamaður. Einar Falur hefur tekist á hendur það vandasama verk að velja bestu ljósmyndara Íslandssögunnar og verk eftir þá - innan þeirra marka sem hann nefnir hér að ofan. Níu þessara ljósmyndara eru látnir en fjórir eru á lífi. Afraksturinn munu menn svo fá að sjá á sýningunni Úrval sem opnar á Akureyrardaginn, 29. ágúst, á Listasafni á Akureyri. Einar Falur er sýningarstjóri. Að auki mun forlagið Sögur gefa út veglega ljósmyndabók. Þeir þar á bæ líta svo á að bók sem þessi eigi fullt erindi bæði við landsmenn sem og á erlendan vettvang. Einar Falur segir valið bæði hafa verið erfitt og ekki. „Ég þekki býsna vel til. Þorri verkanna kemur úr Ljósmyndasafni Íslands, sem er innan Þjóðminjasafns og svo frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur." Einar Falur vonar að valið verði umdeilt. „Sumt er algerlega augljóst en annað verður umdeilt. Þannig á það að vera þegar sýningarstjóri setur saman sýningu sem byggist á hans smekk. Það væri eitthvað að ef allir væru sammála." Einar Falur segir einn stærsta vandann hafa verið þann hversu fáar konur koma til greina. „Þegar lagst er í rannsóknir á íslenskri ljósmyndasögu má sjá að fram komu margar efnilegar og góðar konur. En þær hættu nánast undantekningalaust þegar þær stofnuðu fjölskyldu. Tvær undantekningar eru þó og þær konur eru báðar með verk á sýningunni," segir Einar og nefnir til sögunnar Sigríði Zoëga og Nicoline Wey-wadt. Konur sem höfðu úthaldið sem þurfti til að ná inn fyrir þær takmarkanir sem Einar setur. Elsti ljósmyndarinn á sýningunni er Sigfús Eymundsson, ljósmyndari og bóksali, sem að margra mati sem til þekkja er mögulega sá besti sem hér hefur starfað. Pétur Brynjólfsson og feðgarnir Magnús Ólafsson og Ólafur Magnússon voru mikilvægir póstar íslenskrar ljósmyndasögu sem og þeir Vigfús Sigurgeirsson, Jón Kaldal og Ólafur K. Magnússon. Ljósmyndararnir sem eru á lífi og eiga verk á sýningunni eru Guðmundur Ingólfsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Ragnar Axelsson og Páll Stefánsson. „Það verður sprenging eftir 1960. Þá koma einnig miklu fleiri konur til sögunnar. Þetta er mín kynslóð og mjög meðvitað vel ég ekki verk þaðan. Undirtitill sýningarinnar er 1872 til 2009. Útgangspunkturinn hjá mér er myndir af fólki og mannlífi. Margir skoða íslenska ljósmyndun út frá landslagi og náttúru. Sem ekki er skrítið. Hér hefur alltaf verið fátt fólk í stóru og tilkomumiklu landi. Mitt áhugasvið er meira mannlífið. Ég er að skoða það, þó ljósmyndarar sýningarinnar séu afar sterkir náttúruljósmyndarar. En þeir hafa einnig unnið markvisst með fólk og náttúru og það mun sjást á sýningunni," segir Einar Falur. jakob@frettabladid.is Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson hefur tekist á hendur það erfiða, og væntanlega umdeilda, verkefni að velja bestu ljósmyndara Íslandssögunnar og verk eftir þá. Afraksturinn verður gefinn út í veglegri bók og mikil sýning sett upp á Akureyri þar sem þessar myndir verða sýndar. „Ég hef valið þrettán ljósmyndara, sem að mínu mati eru þeir bestu þeirra sem fæddir eru fyrir 1960 og hafa starfað í að minnsta kosti aldarfjórðung við fagið," segir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og blaðamaður. Einar Falur hefur tekist á hendur það vandasama verk að velja bestu ljósmyndara Íslandssögunnar og verk eftir þá - innan þeirra marka sem hann nefnir hér að ofan. Níu þessara ljósmyndara eru látnir en fjórir eru á lífi. Afraksturinn munu menn svo fá að sjá á sýningunni Úrval sem opnar á Akureyrardaginn, 29. ágúst, á Listasafni á Akureyri. Einar Falur er sýningarstjóri. Að auki mun forlagið Sögur gefa út veglega ljósmyndabók. Þeir þar á bæ líta svo á að bók sem þessi eigi fullt erindi bæði við landsmenn sem og á erlendan vettvang. Einar Falur segir valið bæði hafa verið erfitt og ekki. „Ég þekki býsna vel til. Þorri verkanna kemur úr Ljósmyndasafni Íslands, sem er innan Þjóðminjasafns og svo frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur." Einar Falur vonar að valið verði umdeilt. „Sumt er algerlega augljóst en annað verður umdeilt. Þannig á það að vera þegar sýningarstjóri setur saman sýningu sem byggist á hans smekk. Það væri eitthvað að ef allir væru sammála." Einar Falur segir einn stærsta vandann hafa verið þann hversu fáar konur koma til greina. „Þegar lagst er í rannsóknir á íslenskri ljósmyndasögu má sjá að fram komu margar efnilegar og góðar konur. En þær hættu nánast undantekningalaust þegar þær stofnuðu fjölskyldu. Tvær undantekningar eru þó og þær konur eru báðar með verk á sýningunni," segir Einar og nefnir til sögunnar Sigríði Zoëga og Nicoline Wey-wadt. Konur sem höfðu úthaldið sem þurfti til að ná inn fyrir þær takmarkanir sem Einar setur. Elsti ljósmyndarinn á sýningunni er Sigfús Eymundsson, ljósmyndari og bóksali, sem að margra mati sem til þekkja er mögulega sá besti sem hér hefur starfað. Pétur Brynjólfsson og feðgarnir Magnús Ólafsson og Ólafur Magnússon voru mikilvægir póstar íslenskrar ljósmyndasögu sem og þeir Vigfús Sigurgeirsson, Jón Kaldal og Ólafur K. Magnússon. Ljósmyndararnir sem eru á lífi og eiga verk á sýningunni eru Guðmundur Ingólfsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Ragnar Axelsson og Páll Stefánsson. „Það verður sprenging eftir 1960. Þá koma einnig miklu fleiri konur til sögunnar. Þetta er mín kynslóð og mjög meðvitað vel ég ekki verk þaðan. Undirtitill sýningarinnar er 1872 til 2009. Útgangspunkturinn hjá mér er myndir af fólki og mannlífi. Margir skoða íslenska ljósmyndun út frá landslagi og náttúru. Sem ekki er skrítið. Hér hefur alltaf verið fátt fólk í stóru og tilkomumiklu landi. Mitt áhugasvið er meira mannlífið. Ég er að skoða það, þó ljósmyndarar sýningarinnar séu afar sterkir náttúruljósmyndarar. En þeir hafa einnig unnið markvisst með fólk og náttúru og það mun sjást á sýningunni," segir Einar Falur. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira