Lífið

Paula Abdul hugsanlega hætt í American Idol

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Paula Abdul verður hugsanlega ekki með í næstu Idol seríu.
Paula Abdul verður hugsanlega ekki með í næstu Idol seríu.
Alls óvíst er hvort framleiðendur American Idol þátttana munu bjóða Paulu Abdul að vera með í næstu seríu, eftir því sem umboðsmaður hennar, David Sonenberg, segir á vef Los Angelses Times.

Samningur Paulu við framleiðendurnar er nýlega runninn út. Hún gerði sjálf að gamni sínu þegar David Letterman spurði um framtíð hennar í byrjun júní og hvort hún ætlaði að skrifa undir nýjan samning við framleiðendur þáttanna. Þá sagði hún að vel gæti verið að hún yrði ekki með. Hún tók hins vegar fram að slíkar fullyrðingar væru hluti af samningatækni.

Nú segir Sonenberg hins vegar í fúlustu alvöru að framleiðendur þáttanna hafi ekki boðið Abdul nýjan samning. Flest bendi því til þess að hún verði ekki með. Hann segir að framleiðendur þáttanna séu dónar að bjóða Paulu Abdul ekki að vera með í þáttunum áfram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.