Innlent

Fordæmir innrás Ísraelshers á Gaza

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fordæmir innrás Ísraelshers á Gazaströndina sem getur aldrei annað en beinst að saklausum íbúum sem eru varnalausir, innilokaðir og hafa skipulega verið sviptir aðgangi að nauðþurftum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu.

Þar segir ennfremur að svo harkaleg beiting aflsmunar setji þá kröfu á herðar alþjóðasamfélagsins að ganga á milli og senda friðargæslulið inn á svæðið.

Utanríkisráðherra harmar afstöðuleysi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×