Innlent

Er ákærður fyrir dánartilkynningu

dánartilkynningin Þannig leit hún út, dánartilkynningin sem fanginn falsaði í fjáröflunarskyni.
dánartilkynningin Þannig leit hún út, dánartilkynningin sem fanginn falsaði í fjáröflunarskyni.

Rúmlega tvítugur fangi á Litla -Hrauni hefur verið ákærður fyrir að falsa dánartilkynningu og staðið fyrir birtingu hennar í Morgunblaðinu.

Í tilkynningunni var andlát samfanga mannsins tilkynnt. Þar var gefið upp reikningsnúmer í eigu ákærða fangans í því skyni að afla samskota og svíkja þannig út fé. Reikningnum var lokað áður en nokkur hafði látið blekkjast af fjársvikatilraun hans.

Þá er sami maður ákærður fyrir tvö fíkniefnabrot fyrir innan rimlana. Í fyrra skiptið var hann með hass í klefa sínum en amfetamín og tvo óþekkta lyfjabelgi í hið síðara. Efnunum hafði verið smyglað inn í fangelsið í afturbretti bifreiðar. Þangað náði fanginn í þau þegar bifreiðinni var lagt við aðaldyr álmu í fangelsinu.

Maðurinn játaði sök á öllum ákæruliðum við þingfestingu málsins í gær.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×