Kanna sparnað með opnum hugbúnaði 9. desember 2009 04:30 Kardemommubærinn í Þjóðleikhúsinu. Í svari fjármálaráðherra um kosti og galla opins hugbúnaðar kemur fram að Þjóðleikhúsið hafi sparað umtalsverðar fjárhæðir með innleiðingu slíks búnaðar í sumar. Mynd/Þjóðleikhúsið Heildarkostnaður ríkisins vegna hugbúnaðar nam 7,5 milljörðum króna á þriggja ára tímabili, 2006 til 2008. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Fram kemur að í fjármálaráðuneytinu sé hafin greining á kostnaði við upplýsingatækni hjá ríkinu. „Auk þess hafa nokkur ráðuneyti nýlega hafið skoðun á kostum og göllum frjáls og opins hugbúnaðar. Búist er við niðurstöðum úr þeirri vinnu næsta vor,“ segir þar. Fram kemur að kostnaður við sérsniðinn hugbúnað sé um áttatíu prósent af heildarkostnaði ríkisins vegna hugbúnaðar þessi þrjú ár. Þá kemur fram að Þjóðleikhúsið hafi innleitt opinn og frjálsan hugbúnað fyrir tölvupóstkerfi og skrifstofuvöndla og talið sé að kostnaðurinn við þessi kerfi sé fyrsta árið um fjórðungur af árlegum kostnaði áður. Ályktar ráðherra því sem svo að til lengri tíma litið væri hægt að spara verulega fjármuni hjá ríkisstofnunum með því að innleiða frjálsan og opinn hugbúnað. „Sparnaðartækifærin liggja í vali á skrifstofuvöndli, stýrikerfum og ýmsum sérhæfðum hugbúnaði. Þó verður að meta kosti slíkra lausna þar sem flókin vinnsla upplýsinga og notkun stórra gagnagrunna á sér stað.“ Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, kallar þó eftir nánari upplýsingum og telur trauðla hægt að álykta um mögulegan sparnað strax. Hann segir að horfa verði til kostnaðar við rekstur kerfanna. „Samkvæmt okkar tölum, ef tekinn er heildarkostnaður af upplýsingakerfum og rekstri þeirra, þá eru leyfisgjöld að meðaltali 7,5 prósent. Mestur er kostnaðurinn vegna reksturs, innleiðingar og verkefna af ýmsu tagi,“ segir hann. Að sama skapi segir hann að tölur um sparnað hjá Þjóðleikhúsinu séu vart marktækar fyrst ekki sé um lengra tímabil að ræða. „Viðvarandi rekstrarkostnaður er miklu hærri þegar um opinn hugbúnað er að ræða,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Heildarkostnaður ríkisins vegna hugbúnaðar nam 7,5 milljörðum króna á þriggja ára tímabili, 2006 til 2008. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Fram kemur að í fjármálaráðuneytinu sé hafin greining á kostnaði við upplýsingatækni hjá ríkinu. „Auk þess hafa nokkur ráðuneyti nýlega hafið skoðun á kostum og göllum frjáls og opins hugbúnaðar. Búist er við niðurstöðum úr þeirri vinnu næsta vor,“ segir þar. Fram kemur að kostnaður við sérsniðinn hugbúnað sé um áttatíu prósent af heildarkostnaði ríkisins vegna hugbúnaðar þessi þrjú ár. Þá kemur fram að Þjóðleikhúsið hafi innleitt opinn og frjálsan hugbúnað fyrir tölvupóstkerfi og skrifstofuvöndla og talið sé að kostnaðurinn við þessi kerfi sé fyrsta árið um fjórðungur af árlegum kostnaði áður. Ályktar ráðherra því sem svo að til lengri tíma litið væri hægt að spara verulega fjármuni hjá ríkisstofnunum með því að innleiða frjálsan og opinn hugbúnað. „Sparnaðartækifærin liggja í vali á skrifstofuvöndli, stýrikerfum og ýmsum sérhæfðum hugbúnaði. Þó verður að meta kosti slíkra lausna þar sem flókin vinnsla upplýsinga og notkun stórra gagnagrunna á sér stað.“ Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, kallar þó eftir nánari upplýsingum og telur trauðla hægt að álykta um mögulegan sparnað strax. Hann segir að horfa verði til kostnaðar við rekstur kerfanna. „Samkvæmt okkar tölum, ef tekinn er heildarkostnaður af upplýsingakerfum og rekstri þeirra, þá eru leyfisgjöld að meðaltali 7,5 prósent. Mestur er kostnaðurinn vegna reksturs, innleiðingar og verkefna af ýmsu tagi,“ segir hann. Að sama skapi segir hann að tölur um sparnað hjá Þjóðleikhúsinu séu vart marktækar fyrst ekki sé um lengra tímabil að ræða. „Viðvarandi rekstrarkostnaður er miklu hærri þegar um opinn hugbúnað er að ræða,“ segir hann. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira