Lífið

Kántrískotin popptónlist

Kjartan Orri Ingvason spilar í Bæjar­bíói í Hafnarfirði til að kynna plötuna Sum of All Things.
Kjartan Orri Ingvason spilar í Bæjar­bíói í Hafnarfirði til að kynna plötuna Sum of All Things.

Tónlistarmaðurinn Koi heldur útgáfutónleika í Bæjarbíói í Hafnar­firði á föstudag til að kynna plötu sína Sum of All Things sem kom út í september.

„Ég byrjaði á henni 2007 þegar ég bjó í Hollandi. Síðan flutti ég heim síðasta haust og kláraði plötuna,“ segir Koi, eða Kjartan Orri Ingvason, sem lýsir tónlistinni sem kántrískotnu popp-rokki. Kjartan spilar á gítar og munnhörpu á plötunni auk þess að syngja. Til viðbótar kemur við sögu á plötunni 21 annar hljóðfæraleikari, enda notaðist Kjartan við blásturshljóðfæri, strengi og ýmislegt fleira til að útkoman yrði eins góð og kostur er. Auk tónleikanna í Bæjarbíói heldur hann tónleika á Café Rosenberg á þriðjudaginn. Bæði kvöldin koma einnig fram Lára Rúnarsdóttir og Hjörvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.