Innlent

Seðlabankafrumvarpið tekið af dagskrá

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis.
Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis.

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, tilkynnti í upphafi þingfundar í dag að seðlabankafrumvarpið hafi verið tekið út af dagskrá en upphafleg dagskrá gerði fyrir að málið til umræðu í dag.

Til stóð að Alþingi myndi klára þriðju og síðustu umræðu um seðlabankafrumvarp forsætisráðherra í gær. Málið var komið á dagskrá þingsins en Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kom í veg fyrir að málið kæmist úr viðskiptanefnd.

Frumvarpið var sett aftur á dagskrá í dag þrátt fyrir að það væri ekki komið úr viðskiptanefnd.










Tengdar fréttir

Seðlabankinn á dagskrá Alþingis en ekki í viðskiptanefnd

Þriðja og síðasta umræðan um seðlabankafrumvarpið á að fara fram á Alþingi í dag. Þrátt fyrir það er frumvarpið ekki á dagskrá fundar viðskiptanefndar sem hófst klukkan hálf níu. ,,Þetta mál er ekki á dagskrá viðskiptanefndar," segir Álfheiður Ingadóttir formaður nefndarinnar. Hún útilokar þó ekki að einhver nefndarmanna taki málið upp undir liðnum önnur mál.

Vonast til að seðlabankafrumvarp komist á dagskrá í dag

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagðist í gærkvöldi vonast til þess að seðlabankafrumvarpið komist á dagskrá Alþingis í dag, eftir að þinghald fór út um þúfur í gær þegar ljóst varð að frumvarpið sæti fast í viðskiptanefnd.

Mikil óvissa um seðlabankafrumvarpið

Mikil óvissa ríkir um það hvort seðlabankafrumvarp forsætisráðherra fer í þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í dag. Málið er komið á dagskrá Alþingis en situr engu að síður fast í viðskiptanefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×