Erlent

Clinton til í kaffibolla með Sarah Palin

Hillary Clinton sagði á blaðamannafundi í Singapore í dag að hún væri fyllilega tilbúin að setjast niður með fyrrum varaforsetaefninu Söruh Palin sem var að gefa út bók um reynslu sína.

Palin, sem var gríðarlega umdeild þegar hún bauð sig fram sem varaforsetaefni Ed MCcains, og sumir vilja meina að hafi kostað hann sigurinn að lokum, gaf út bók á dögunum sem heitir: „Going Rogue: An American Life."

Í bókinni kemur fram að þær stöllur yrðu ansi ósammála um margt ef þær settust einhvern tímann niður og drykkju kaffibolla saman. En Palin hrósaði Clinton hástert í bókinni fyrir baráttu sína gegn Barack Obama í forvali demókrata á forsetaframbjóðenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×