Innlent

Óttast stefnubreytingu VG í Evrópumálum

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óttast að Vinstri grænir breyti stefnu sinni í Evrópumálum þegar flokkurinn myndar ríkisstjórn með Samfylkingunni.

,,Ég óttast að mínir gömlu vopnabræður, Steingrímur J., Ögmundur og Vinstri grænir muni leggjast flatir fyrir kröfum Samfylkingarinnar í Evrópumálum og jafnvel taka upp stefnu samstarfsflokksins," segir Sigurður á vefsíðu sinni.

Sigurður segist fram til þessa ekki hafa átt samleið í stjórnmálum með forystu Vinstri grænna.,,Þó hafa leiðir okkar legið saman í afstöðunni til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Við höfum með öðrum orðum verið sammála um að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið," segir Sigurður sem telur að nú virðist breyting ætla að verða þar á.

Sigurður vísar í viðtal frá því í gær við Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherraefni Samfylkingingarinnar, máli sínu til stuðnings. Þar hafi Jóhanna sagt að Íslendingar væru í stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að færast nær Evrópusambandsaðild en Samfylkingunni hafi tekist að ná fram í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn.

Að mati Sigurðar verður athyglisvert verður að sjá hvað mun standa íl stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórnarinnar. ,,Það verður ekki síður fróðlegt að sjá hvort Framsóknarflokkurinn muni fylgja í kjölfarið og láta Samfylkinguna kengbeygja sig í leiðinni."

Pistil Sigurðar er hægt að lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×