Lífið

Húðslit skiptir engu máli

shley segist ánægð með útlit sitt eftir barnsburð og segir húðslit ekki fara fyrir brjóstið á eiginmanni sínum, Pete Wentz.
shley segist ánægð með útlit sitt eftir barnsburð og segir húðslit ekki fara fyrir brjóstið á eiginmanni sínum, Pete Wentz.

Ashley Simpson segir líkama sinn hafa breyst eftir að hún eignaðist son sinn Bronx, ellefu mánaða, en hún segist ánægð með útlit sitt. Í viðtali við tímaritið Women‘s Health segist Ashley vera hamingjusöm og segir eiginmann sinn Pete Wentz finnast hún kynþokkafull.

„Pete er alveg saman um húðslit og lætur mér alltaf finnast ég kynþokkafull. Það mun koma að því að ég mun fitna, en það verður bara flott. Kynþokki er ekki mældur í kílóum og mér finnst flott að vera með ávalar útlínur,“ segir söng- og leikkonan.

Ashlee, sem er 25 ára, segist fá regulega hreyfingu með því að halda á Bronx. „Ég geri „Bronx pilates“ og upphandleggsvöðvarnir á mér eru svona stórir af því að ég held á honum öllum stundum,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.