Á toppnum í Færeyjum og á Íslandi 31. október 2009 07:00 Friðrik Ómar og Jógvan lentu í pönnukökuveislu hjá foreldrum Jógvans í Klakksvík. Þeir félagar árita plötu sína í Skífunni í Kringlunni klukkan 14 í dag. „Mér finnst markmiðinu vera náð með þessu. Að kynna íslensk lög fyrir Færeyingum. Síðan er það næsta verkefni að koma færeyskum lögum á toppinn hér,“ segir Friðrik Ómar. Félagarnir Friðrik og hinn færeyski Jógvan eru í efsta sæti vinsældalista bæði á Íslandi og í Færeyjum. Hér heima er plata þeirra Vinalög í efsta sæti Tónlistans en í Færeyjum er Tú nart við hjartað á mær (Þú komst við hjartað í mér) í flutningi Jógvans í efsta sæti „Hitlistans“. Söngfuglarnir tveir fóru til Færeyja um síðustu helgi og fengu mjög góðar viðtökur. „Það var alveg rosalega gaman að koma þangað. Við spiluðum í plötubúð í bænum og plöturnar ruku alveg út.“ Fordómar gagnvart samkynhneigðum hafi verið töluverðir í Færeyjum í gengum árin og hafa margir þurft að flytja úr landi eftir að hafa komið út úr skápnum. Friðrik varð ekki var við neina fordóma í heimsókn sinni. „Þetta er alltaf blásið upp alveg eins og þegar ég fór í Eurovision. Maður vonar að þeim dögum fari að ljúka að þessu sé stillt upp svona og að maður sé réttdræpur fyrir að vera „gay“. Sem betur fer hafa þessi mál þróast alls staðar, sérstaklega í Skandinavíu, til betri vegar. Þvert á móti voru Færeyingar höfðingjar heim að sækja.“ Friðrik og Jógvan notuðu tækifærið og heimsóttu æskuslóðir hins síðarnefnda í Klakksvík og lentu í pönnukökuveislu hjá mömmu Jógvans. „Það var mjög skemmtilegt. Kjötskrokkarnir héngu í skúr fyrir aftan því þau voru að búa til skerpukjöt fyrir jólin,“ segir Friðrik. - fb Mest lesið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
„Mér finnst markmiðinu vera náð með þessu. Að kynna íslensk lög fyrir Færeyingum. Síðan er það næsta verkefni að koma færeyskum lögum á toppinn hér,“ segir Friðrik Ómar. Félagarnir Friðrik og hinn færeyski Jógvan eru í efsta sæti vinsældalista bæði á Íslandi og í Færeyjum. Hér heima er plata þeirra Vinalög í efsta sæti Tónlistans en í Færeyjum er Tú nart við hjartað á mær (Þú komst við hjartað í mér) í flutningi Jógvans í efsta sæti „Hitlistans“. Söngfuglarnir tveir fóru til Færeyja um síðustu helgi og fengu mjög góðar viðtökur. „Það var alveg rosalega gaman að koma þangað. Við spiluðum í plötubúð í bænum og plöturnar ruku alveg út.“ Fordómar gagnvart samkynhneigðum hafi verið töluverðir í Færeyjum í gengum árin og hafa margir þurft að flytja úr landi eftir að hafa komið út úr skápnum. Friðrik varð ekki var við neina fordóma í heimsókn sinni. „Þetta er alltaf blásið upp alveg eins og þegar ég fór í Eurovision. Maður vonar að þeim dögum fari að ljúka að þessu sé stillt upp svona og að maður sé réttdræpur fyrir að vera „gay“. Sem betur fer hafa þessi mál þróast alls staðar, sérstaklega í Skandinavíu, til betri vegar. Þvert á móti voru Færeyingar höfðingjar heim að sækja.“ Friðrik og Jógvan notuðu tækifærið og heimsóttu æskuslóðir hins síðarnefnda í Klakksvík og lentu í pönnukökuveislu hjá mömmu Jógvans. „Það var mjög skemmtilegt. Kjötskrokkarnir héngu í skúr fyrir aftan því þau voru að búa til skerpukjöt fyrir jólin,“ segir Friðrik. - fb
Mest lesið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira