Innlent

Prjónum úti dagurinn haldinn hátíðlegur

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Prjónandi fólk hélt í litla skrúðgöngu í dag frá Nálinni á Laugavegi í tilefni af Prjónum úti deginum sem ku haldinn hátíðlegur víða á byggðu bóli. Heldur bættist í hópinn við Norræna húsið þar sem hópur kvenna og karls sat við prjónaskap, hló og fagnaði lífsstíl prjónara.

 

Prjónafólk á það margt sameiginlegt að sitja sjaldan iðjulaust og nú hyggjast þau gera góðverk úr iðjuseminni. Körfum með garni og prjónum verður komið fyrir á kaffihúsum og í prjónabúðum, þar sem gæðafólk getur sett í garn og prjónabúta sem verða saumaðir saman í teppi - sem á síðan að bjóða upp og gefa ágóðann.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×