Innlent

Íslandsmetið í Esjugöngu slegið

Tveir fjallgöngugarpur, Sveinn Halldór Helgason og Þorsteinn Jakobsson, slógu Íslandsmet í Esjugöngu með því að komast sjö sinnum upp á Esjuna í dag. Þeir tóku daginn snemma og byrjuðu klukkan tvö í nótt þar sem þeir töldu að það yrði sól og hiti í dag.

Fljótastur var Þorsteinn upp á tímanum einn klukkustund og fjörtíu mínútum, en eftir því sem ferðunum fjölgaði tóku þær lengri tíma.

Sveinn og Þorsteinn gengu til styrktar Ljósinu, sem er endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Þeim sem vilja leggja átakinu lið er bent á heimasíðu Ljóssins, ljosid.org. Reikningsnúmerið er 0130-26-410520. Kennitalan er 590406-0740.

 






Tengdar fréttir

Fjallgöngugarpur búinn að ganga fimm sinnum upp á Esjuna í dag

Þorsteinn Jakobsson, fjallgöngugarpur, stefnir á að komast sjö sinnum upp á Esjuna í dag og slá þar með Íslandsmet í Esjugöngu en þetta er gert til styrktar Ljósinu, sem er endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Þorsteinn tók daginn snemma og byrjaði klukkan tvö í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×