Bandarískur prófessor gerist sauðfjárbóndi á Íslandi 8. desember 2009 04:15 Hinn bandaríski Michael Novak á sex kindur hér á landi. Kindurnar eignaðist hann í gegnum Kindur.is. Hér sést hann ásamt kindinni Guðrúnu. mynd/michael Novak. Bandaríski háskólaprófessorinn Michael Novak heimsótti Ísland fyrst árið 2007, hann segist hafa heillast af náttúru landsins, fólkinu og sögu þess. Síðan þá hefur hann heimsótt Ísland reglulega og fóstrað sex kindur í gegnum vefinn www.kindur.is. Michael er fæddur og uppalinn í Ohio, hann stundaði nám í miðaldarsögu Evrópu við Harvard háskóla en starfar nú sem prófessor við Meredith háskóla í Norður Karólínu. Michael segir að eftir fyrstu heimsókn sína til landsins hafi hann tekið upp á því að lesa Iceland Review Online daglega og þar rakst hann á grein þar sem fjallað var um Kindur.is. „Ég dvaldi sjálfur mikið í sveit sem barn og kynntist þá búskap en það sem heillaði mig einna mest við Kindur.is var hugmyndafræðin að baki verkefninu, að bæta aðgang borgarbúa að sveitinni. Í kjölfarið ákvað ég að gerast sauðfjáreigandi á Íslandi og keypti strax tvær kindur, Eygló og Laylu. Stuttu síðar keypti ég þriðju kindina, Úu og síðan þá hafa þrjú lömb bæst við sauðaflokkinn minn,“ útskýrir Michael. Til gamans má geta að það kostar 39.500 krónur á ári að eiga kind, en fyrir þá upphæð fær eigandinn einn til tvo skrokka á ári, ull auk þess sem honum er boðið að taka þátt í réttum á haustin. Í kjölfar Íslandsheimsóknarinnar kom Michael á samstarfsverkefni milli Meredith College í Norður Karólínu og Skálholtsskóla í Biskupstungum. Síðastliðin tvö ár hefur hann ásamt samkennara sínum heimsótt Skálholt með hóp af nemendum. „Fyrsti hópurinn kom hingað í fyrra sumar og dvaldi hér í mánuð. Nemendurnir sóttu meðal annars námskeið í sögu og bókmenntum auk þess sem þau kynntust landi og þjóð. Hlédís Sveinsdóttir, stofnandi Kinda.is, bauð mér og nemendum mínum í heimsókn til sín það sumar og þá fékk ég að hitta kindaflokkinn minn í fyrsta sinn. Nemendur mínir urðu bæði hissa og óttaslegnir þegar ég skreið inn í stíuna til kindanna, þannig ætli það megi ekki segja að ég sé eins virkur sauðfjáreigandi og bandaríkjamaður getur orðið,“ segir Michael og hlær. Aðspurður segir hann íslenskt lambakjöt vera einstaklega gott á bragðið, en hann og nemendur hans fengu að bragða á því í heimsókninni til Hlédísar. „Mér þykir íslenska lambakjötið vera besta kjöt sem ég hef á ævinni smakkað og Ísland vera fallegasta land sem ég hef nokkru sinni komið til,“ segir Michael að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Bandaríski háskólaprófessorinn Michael Novak heimsótti Ísland fyrst árið 2007, hann segist hafa heillast af náttúru landsins, fólkinu og sögu þess. Síðan þá hefur hann heimsótt Ísland reglulega og fóstrað sex kindur í gegnum vefinn www.kindur.is. Michael er fæddur og uppalinn í Ohio, hann stundaði nám í miðaldarsögu Evrópu við Harvard háskóla en starfar nú sem prófessor við Meredith háskóla í Norður Karólínu. Michael segir að eftir fyrstu heimsókn sína til landsins hafi hann tekið upp á því að lesa Iceland Review Online daglega og þar rakst hann á grein þar sem fjallað var um Kindur.is. „Ég dvaldi sjálfur mikið í sveit sem barn og kynntist þá búskap en það sem heillaði mig einna mest við Kindur.is var hugmyndafræðin að baki verkefninu, að bæta aðgang borgarbúa að sveitinni. Í kjölfarið ákvað ég að gerast sauðfjáreigandi á Íslandi og keypti strax tvær kindur, Eygló og Laylu. Stuttu síðar keypti ég þriðju kindina, Úu og síðan þá hafa þrjú lömb bæst við sauðaflokkinn minn,“ útskýrir Michael. Til gamans má geta að það kostar 39.500 krónur á ári að eiga kind, en fyrir þá upphæð fær eigandinn einn til tvo skrokka á ári, ull auk þess sem honum er boðið að taka þátt í réttum á haustin. Í kjölfar Íslandsheimsóknarinnar kom Michael á samstarfsverkefni milli Meredith College í Norður Karólínu og Skálholtsskóla í Biskupstungum. Síðastliðin tvö ár hefur hann ásamt samkennara sínum heimsótt Skálholt með hóp af nemendum. „Fyrsti hópurinn kom hingað í fyrra sumar og dvaldi hér í mánuð. Nemendurnir sóttu meðal annars námskeið í sögu og bókmenntum auk þess sem þau kynntust landi og þjóð. Hlédís Sveinsdóttir, stofnandi Kinda.is, bauð mér og nemendum mínum í heimsókn til sín það sumar og þá fékk ég að hitta kindaflokkinn minn í fyrsta sinn. Nemendur mínir urðu bæði hissa og óttaslegnir þegar ég skreið inn í stíuna til kindanna, þannig ætli það megi ekki segja að ég sé eins virkur sauðfjáreigandi og bandaríkjamaður getur orðið,“ segir Michael og hlær. Aðspurður segir hann íslenskt lambakjöt vera einstaklega gott á bragðið, en hann og nemendur hans fengu að bragða á því í heimsókninni til Hlédísar. „Mér þykir íslenska lambakjötið vera besta kjöt sem ég hef á ævinni smakkað og Ísland vera fallegasta land sem ég hef nokkru sinni komið til,“ segir Michael að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira