Bandarískur prófessor gerist sauðfjárbóndi á Íslandi 8. desember 2009 04:15 Hinn bandaríski Michael Novak á sex kindur hér á landi. Kindurnar eignaðist hann í gegnum Kindur.is. Hér sést hann ásamt kindinni Guðrúnu. mynd/michael Novak. Bandaríski háskólaprófessorinn Michael Novak heimsótti Ísland fyrst árið 2007, hann segist hafa heillast af náttúru landsins, fólkinu og sögu þess. Síðan þá hefur hann heimsótt Ísland reglulega og fóstrað sex kindur í gegnum vefinn www.kindur.is. Michael er fæddur og uppalinn í Ohio, hann stundaði nám í miðaldarsögu Evrópu við Harvard háskóla en starfar nú sem prófessor við Meredith háskóla í Norður Karólínu. Michael segir að eftir fyrstu heimsókn sína til landsins hafi hann tekið upp á því að lesa Iceland Review Online daglega og þar rakst hann á grein þar sem fjallað var um Kindur.is. „Ég dvaldi sjálfur mikið í sveit sem barn og kynntist þá búskap en það sem heillaði mig einna mest við Kindur.is var hugmyndafræðin að baki verkefninu, að bæta aðgang borgarbúa að sveitinni. Í kjölfarið ákvað ég að gerast sauðfjáreigandi á Íslandi og keypti strax tvær kindur, Eygló og Laylu. Stuttu síðar keypti ég þriðju kindina, Úu og síðan þá hafa þrjú lömb bæst við sauðaflokkinn minn,“ útskýrir Michael. Til gamans má geta að það kostar 39.500 krónur á ári að eiga kind, en fyrir þá upphæð fær eigandinn einn til tvo skrokka á ári, ull auk þess sem honum er boðið að taka þátt í réttum á haustin. Í kjölfar Íslandsheimsóknarinnar kom Michael á samstarfsverkefni milli Meredith College í Norður Karólínu og Skálholtsskóla í Biskupstungum. Síðastliðin tvö ár hefur hann ásamt samkennara sínum heimsótt Skálholt með hóp af nemendum. „Fyrsti hópurinn kom hingað í fyrra sumar og dvaldi hér í mánuð. Nemendurnir sóttu meðal annars námskeið í sögu og bókmenntum auk þess sem þau kynntust landi og þjóð. Hlédís Sveinsdóttir, stofnandi Kinda.is, bauð mér og nemendum mínum í heimsókn til sín það sumar og þá fékk ég að hitta kindaflokkinn minn í fyrsta sinn. Nemendur mínir urðu bæði hissa og óttaslegnir þegar ég skreið inn í stíuna til kindanna, þannig ætli það megi ekki segja að ég sé eins virkur sauðfjáreigandi og bandaríkjamaður getur orðið,“ segir Michael og hlær. Aðspurður segir hann íslenskt lambakjöt vera einstaklega gott á bragðið, en hann og nemendur hans fengu að bragða á því í heimsókninni til Hlédísar. „Mér þykir íslenska lambakjötið vera besta kjöt sem ég hef á ævinni smakkað og Ísland vera fallegasta land sem ég hef nokkru sinni komið til,“ segir Michael að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Bandaríski háskólaprófessorinn Michael Novak heimsótti Ísland fyrst árið 2007, hann segist hafa heillast af náttúru landsins, fólkinu og sögu þess. Síðan þá hefur hann heimsótt Ísland reglulega og fóstrað sex kindur í gegnum vefinn www.kindur.is. Michael er fæddur og uppalinn í Ohio, hann stundaði nám í miðaldarsögu Evrópu við Harvard háskóla en starfar nú sem prófessor við Meredith háskóla í Norður Karólínu. Michael segir að eftir fyrstu heimsókn sína til landsins hafi hann tekið upp á því að lesa Iceland Review Online daglega og þar rakst hann á grein þar sem fjallað var um Kindur.is. „Ég dvaldi sjálfur mikið í sveit sem barn og kynntist þá búskap en það sem heillaði mig einna mest við Kindur.is var hugmyndafræðin að baki verkefninu, að bæta aðgang borgarbúa að sveitinni. Í kjölfarið ákvað ég að gerast sauðfjáreigandi á Íslandi og keypti strax tvær kindur, Eygló og Laylu. Stuttu síðar keypti ég þriðju kindina, Úu og síðan þá hafa þrjú lömb bæst við sauðaflokkinn minn,“ útskýrir Michael. Til gamans má geta að það kostar 39.500 krónur á ári að eiga kind, en fyrir þá upphæð fær eigandinn einn til tvo skrokka á ári, ull auk þess sem honum er boðið að taka þátt í réttum á haustin. Í kjölfar Íslandsheimsóknarinnar kom Michael á samstarfsverkefni milli Meredith College í Norður Karólínu og Skálholtsskóla í Biskupstungum. Síðastliðin tvö ár hefur hann ásamt samkennara sínum heimsótt Skálholt með hóp af nemendum. „Fyrsti hópurinn kom hingað í fyrra sumar og dvaldi hér í mánuð. Nemendurnir sóttu meðal annars námskeið í sögu og bókmenntum auk þess sem þau kynntust landi og þjóð. Hlédís Sveinsdóttir, stofnandi Kinda.is, bauð mér og nemendum mínum í heimsókn til sín það sumar og þá fékk ég að hitta kindaflokkinn minn í fyrsta sinn. Nemendur mínir urðu bæði hissa og óttaslegnir þegar ég skreið inn í stíuna til kindanna, þannig ætli það megi ekki segja að ég sé eins virkur sauðfjáreigandi og bandaríkjamaður getur orðið,“ segir Michael og hlær. Aðspurður segir hann íslenskt lambakjöt vera einstaklega gott á bragðið, en hann og nemendur hans fengu að bragða á því í heimsókninni til Hlédísar. „Mér þykir íslenska lambakjötið vera besta kjöt sem ég hef á ævinni smakkað og Ísland vera fallegasta land sem ég hef nokkru sinni komið til,“ segir Michael að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira