Bandarískur prófessor gerist sauðfjárbóndi á Íslandi 8. desember 2009 04:15 Hinn bandaríski Michael Novak á sex kindur hér á landi. Kindurnar eignaðist hann í gegnum Kindur.is. Hér sést hann ásamt kindinni Guðrúnu. mynd/michael Novak. Bandaríski háskólaprófessorinn Michael Novak heimsótti Ísland fyrst árið 2007, hann segist hafa heillast af náttúru landsins, fólkinu og sögu þess. Síðan þá hefur hann heimsótt Ísland reglulega og fóstrað sex kindur í gegnum vefinn www.kindur.is. Michael er fæddur og uppalinn í Ohio, hann stundaði nám í miðaldarsögu Evrópu við Harvard háskóla en starfar nú sem prófessor við Meredith háskóla í Norður Karólínu. Michael segir að eftir fyrstu heimsókn sína til landsins hafi hann tekið upp á því að lesa Iceland Review Online daglega og þar rakst hann á grein þar sem fjallað var um Kindur.is. „Ég dvaldi sjálfur mikið í sveit sem barn og kynntist þá búskap en það sem heillaði mig einna mest við Kindur.is var hugmyndafræðin að baki verkefninu, að bæta aðgang borgarbúa að sveitinni. Í kjölfarið ákvað ég að gerast sauðfjáreigandi á Íslandi og keypti strax tvær kindur, Eygló og Laylu. Stuttu síðar keypti ég þriðju kindina, Úu og síðan þá hafa þrjú lömb bæst við sauðaflokkinn minn,“ útskýrir Michael. Til gamans má geta að það kostar 39.500 krónur á ári að eiga kind, en fyrir þá upphæð fær eigandinn einn til tvo skrokka á ári, ull auk þess sem honum er boðið að taka þátt í réttum á haustin. Í kjölfar Íslandsheimsóknarinnar kom Michael á samstarfsverkefni milli Meredith College í Norður Karólínu og Skálholtsskóla í Biskupstungum. Síðastliðin tvö ár hefur hann ásamt samkennara sínum heimsótt Skálholt með hóp af nemendum. „Fyrsti hópurinn kom hingað í fyrra sumar og dvaldi hér í mánuð. Nemendurnir sóttu meðal annars námskeið í sögu og bókmenntum auk þess sem þau kynntust landi og þjóð. Hlédís Sveinsdóttir, stofnandi Kinda.is, bauð mér og nemendum mínum í heimsókn til sín það sumar og þá fékk ég að hitta kindaflokkinn minn í fyrsta sinn. Nemendur mínir urðu bæði hissa og óttaslegnir þegar ég skreið inn í stíuna til kindanna, þannig ætli það megi ekki segja að ég sé eins virkur sauðfjáreigandi og bandaríkjamaður getur orðið,“ segir Michael og hlær. Aðspurður segir hann íslenskt lambakjöt vera einstaklega gott á bragðið, en hann og nemendur hans fengu að bragða á því í heimsókninni til Hlédísar. „Mér þykir íslenska lambakjötið vera besta kjöt sem ég hef á ævinni smakkað og Ísland vera fallegasta land sem ég hef nokkru sinni komið til,“ segir Michael að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Bandaríski háskólaprófessorinn Michael Novak heimsótti Ísland fyrst árið 2007, hann segist hafa heillast af náttúru landsins, fólkinu og sögu þess. Síðan þá hefur hann heimsótt Ísland reglulega og fóstrað sex kindur í gegnum vefinn www.kindur.is. Michael er fæddur og uppalinn í Ohio, hann stundaði nám í miðaldarsögu Evrópu við Harvard háskóla en starfar nú sem prófessor við Meredith háskóla í Norður Karólínu. Michael segir að eftir fyrstu heimsókn sína til landsins hafi hann tekið upp á því að lesa Iceland Review Online daglega og þar rakst hann á grein þar sem fjallað var um Kindur.is. „Ég dvaldi sjálfur mikið í sveit sem barn og kynntist þá búskap en það sem heillaði mig einna mest við Kindur.is var hugmyndafræðin að baki verkefninu, að bæta aðgang borgarbúa að sveitinni. Í kjölfarið ákvað ég að gerast sauðfjáreigandi á Íslandi og keypti strax tvær kindur, Eygló og Laylu. Stuttu síðar keypti ég þriðju kindina, Úu og síðan þá hafa þrjú lömb bæst við sauðaflokkinn minn,“ útskýrir Michael. Til gamans má geta að það kostar 39.500 krónur á ári að eiga kind, en fyrir þá upphæð fær eigandinn einn til tvo skrokka á ári, ull auk þess sem honum er boðið að taka þátt í réttum á haustin. Í kjölfar Íslandsheimsóknarinnar kom Michael á samstarfsverkefni milli Meredith College í Norður Karólínu og Skálholtsskóla í Biskupstungum. Síðastliðin tvö ár hefur hann ásamt samkennara sínum heimsótt Skálholt með hóp af nemendum. „Fyrsti hópurinn kom hingað í fyrra sumar og dvaldi hér í mánuð. Nemendurnir sóttu meðal annars námskeið í sögu og bókmenntum auk þess sem þau kynntust landi og þjóð. Hlédís Sveinsdóttir, stofnandi Kinda.is, bauð mér og nemendum mínum í heimsókn til sín það sumar og þá fékk ég að hitta kindaflokkinn minn í fyrsta sinn. Nemendur mínir urðu bæði hissa og óttaslegnir þegar ég skreið inn í stíuna til kindanna, þannig ætli það megi ekki segja að ég sé eins virkur sauðfjáreigandi og bandaríkjamaður getur orðið,“ segir Michael og hlær. Aðspurður segir hann íslenskt lambakjöt vera einstaklega gott á bragðið, en hann og nemendur hans fengu að bragða á því í heimsókninni til Hlédísar. „Mér þykir íslenska lambakjötið vera besta kjöt sem ég hef á ævinni smakkað og Ísland vera fallegasta land sem ég hef nokkru sinni komið til,“ segir Michael að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein