Innlent

Fráleitt að borgarbúar fjármagni gæluverkefni

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að megintillaga meirihlutans milli umræðna um fjárhagsáætlun borgarinnar hafi verið að veita aukafjárveitingu til myndastyttugerðar. Hann segir fráleitt að borgarbúar taki á sig skerðingar til að fjármagna pólitísk gæluverkefni.

,,Þrátt fyrir oft ágæta spretti í aðdraganda þessar fjárhagsáætlunargerðar sannar Sjálfstæðisflokkurinn hér enn og aftur að enginn stendur honum á sporði við að undirstrika að hann er ekki í neinu sambandi við þjóðina eða þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Og sorglegt ef borgarstjóri ætlar að skipa sér þar fremst í flokki," segir í tilkynningu frá Degi.

Fyrir borgarstjórn lág tillaga um myndastyttu í fullri stærð af Tómasi Guðmundssyni sem Dagur segir að sé ein fárra tillagna sem meirihlutinn hafi flutt í borgarstjórn á nýliðnu hausti. Dagur skoraði á meirihlutann á að draga tillöguna til baka nema meirihlutanum takist að finna þá starfsmenn í skólum, sorphirðu og öðrum mikilvægum viðfangsefnum Reykjavíkurborgar sem eru tilbúnir að taka á sig launalækkun.

Fundur borgarstjórnar stefnur yfir en hann hófst klukkan 14.


Tengdar fréttir

Borgarstjórn fundar um fjárhagsáætlun

Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 hófst klukkan 14 í dag og er búist við að fundur borgarstjórnar standi fram á kvöld. Samkvæmt drögum sem lögð voru fyrir borgarstjórn 22. desember er gert ráð fyrir að álagningarhlutföll útsvars, fasteignaskatta, lóðarleigu og holræsagjalds verði ekki hækkuð. Hagrætt verður í stjórnsýslu borgarinnar og laun borgarfulltrúa og æðstu stjórnenda lækka um 10%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×