Innlent

Í vinnu hjá skilanefndum

Tíu sumarstarfsmenn fengu störf hjá skilanefnd og slitastjórn Landsbankans og eru langflestir laganemar, að sögn Páls Benediktssonar, upplýsingafulltrúa Skilanefndar Landsbankans.

Hjá Kaupþingi var aðeins einn sumarstarfsmaður ráðinn hjá skilanefndinni. Sá er í laganámi. Slitastjórn Kaupþings mun á næstunni ráða nokkra nema vegna kröfulýsingaferlis sem hefst bráðlega. Fjórir sumarstarfsmenn voru ráðnir hjá skilanefnd Glitnis að sögn Árna Tómassonar, formanns skilanefndarinnar. Flestir eru laganemar. Verkefni þeirra er að taka á móti kröfulýsingum, senda kröfulýsingar og annað tilfallandi í þeim dúr, að sögn Árna.- vsp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×