Innlent

Dópaður á nagladekkjum

Lögreglan stöðvaði tíu fyrir ölvunarakstur.
Lögreglan stöðvaði tíu fyrir ölvunarakstur.
Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrír voru stöðvaðir á laugardag og sjö á sunnudag. Fimm voru teknir í Reykjavík, tveir á Seltjarnarnesi og einn í Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Þetta voru níu karlar á aldrinum 18-35 ára og ein kona, 18 ára. Einn þessara ökumanna hafði aldrei öðlast ökuréttindi.

Þá stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu för fjögurra ökumanna í umdæminu um helgina en hinir sömu voru allir undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru allt karlar en þeir voru teknir víðsvegar í borginni. Mennirnir eru á þrítugs-, fertugs- og sextugsaldri en tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þess má geta að einn fjórmenninganna ók á bíl sem var búinn nagladekkjum og verður því sektaður fyrir það að auki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×