Lífið

West baðst afsökunar

Rapparinn varð sér til skammar á MTV-hátíðinni um síðustu helgi.
Rapparinn varð sér til skammar á MTV-hátíðinni um síðustu helgi. MYND/GETTY IMAGE

Rapparinn Kanye West hefur beðist afsökunar á hegðun sinni á MTV-tónlistarhátíðinni um helgina. Rapparinn ruddist upp á svið þegar sveitasöngkonan Taylor Swift fékk verðlaun fyrir besta myndbandið, reif af henni hljóðnemann og sagði að Beyoncé Knowles hefði átt að vinna fyrir myndbandið við Single Ladies.

„Ég stóð á sviðinu og var mjög spennt yfir því að hafa unnið," sagði hin nítján ára Swift. „Ég var líka mjög spennt þegar ég sá Kanye West á sviðinu en síðan var ég ekki lengur spennt." Áhorfendur bauluðu á West og skömmu síðar var hann rekinn út úr húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.