Beðið eftir hvíta tjaldinu 15. desember 2009 06:00 Vinsælir höfundar <B>Stefán Máni</B> hefur verið duglegur að selja kvikmyndaréttinn að bókum sínum; Skipið, Svartur á leik og Ódáðahraun eru allar komnar inn á borð hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Ameríkanar hafa verið áhugasamir um bækur <B>Ólafs Jóhanns Ólafssonar</B> en Liz Manne á réttinn að Höll minninganna og Steven Haft keypti Slóð fiðrildanna. <B>Kristín Helga</B> seldi kvikmyndaréttinn að bókinni Draugaslóð til ZikZak fyrr á þessu ári og Túndra keypti réttinn að Fólkinu í kjallaranum eftir <B>Auði Jónsdóttur</B>. Fyrir jólin berast iðulega fregnir af því að kvikmyndafyrirtæki kaupi kvikmyndarétt að skáldsögum. Ef kvikmynd ratar á hvíta tjaldið getur það haft mikið auglýsingagildi. Tuttugu og átta kvikmyndaréttir eru nú til taks hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins. Þrjár eru vel á veg komnir: Rokland, sem byggð er á bók Hallgríms Helgasonar, var í tökum fyrr á þessu ári, Svartur á leik eftir Stefán Mána fer í tökur á næsta ári þar sem Þorvaldur Davíð leikur aðalhlutverkið og Órói eftir Ingibjörgu Reynisdóttur er komin vel á veg. Hún var einnig í tökum á þessu ári en leikstjóri er Baldvn Z. Ein elsta myndin á listanum yfir bækur sem hafa verið seldar er Slóð fiðrildanna eða A Journey Home eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Upphaflega stóð til að Liv Ullman myndi leikstýra þeirri mynd og hjónakornin Jennifer Connelly og Paul Bettany höfðu verið ráðin til að leika aðalhlutverkin. Fréttir um að Connelly væri farin að læra íslensku fyrir hlutverkið bárust hingað til Íslands. Ullman datt aftur á móti út og Bille August var sagður eiga að leikstýra myndinni en fátt hefur gerst síðan þá. Hollywood-framleiðandinn Steven Haft á réttinn að myndinni. Til að byrja með er rétt að geta þess að þetta eru engir tugir milljóna sem þarna skipta um hendur. Kvikmyndaréttarsamningum hefur verið skipt í tvo flokka. Annars vegar leiga á rétti þar sem höfundur fær eina greiðslu á ári í einhvern tiltekinn tíma, oftast þrjú ár, og hins vegar beinhörð kaup á kvikmyndarétti. Þá fær höfundur eina greiðslu við undirskrift og aðra ef bókin verður síðan loks að kvikmynd. Fyrir tveimur árum var leigan í kringum 300 þúsund krónur á ári en þegar samið var um kaup á kvikmyndarétti fékk höfundurinn í kringum hálfa milljón við undirskrift og sömu upphæð ef kvikmyndin verður að veruleika. Á þessu ári hefur ekki verið neinn hörgull af fréttum um kvikmyndaréttasamninga. Konur eftir Steinar Braga reið á vaðið í október en þá keypti ZikZak réttinn að þeirri bók. ZikZak samdi einnig við Kristínu Helgu Gunnarsdóttur um gerð kvikmyndar eftir barnabókinni Draugaslóð. Í kjölfarið kom svo frétt um að Björn Brynjólfur Björnsson hefði samið við Viktor Arnar Ingólfsson um hugsanlega kvikmynd- eða sjónvarpsþáttaröð eftir Flateyjargátu. Samvinna þeirra tveggja hafði áður getið af sér sjónvarpsþáttaröðina Mannaveiðar sem sýnd var á RÚV. Nýverið var síðan greint frá tveimur samningum til viðbótar; annars vegar keypti Saga Film réttinn að Ódáðahrauni eftir Stefán Mána og svo blandaði skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sér óvænt inn í kvikmyndabransann ásamt Hrafnhildi Gunnarsdóttur frá Krumma Films og keypti réttinn að Baróninum eftir Þórarin Eldjárn. freyrgigja@frettabladid.is Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur adflk Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira
Fyrir jólin berast iðulega fregnir af því að kvikmyndafyrirtæki kaupi kvikmyndarétt að skáldsögum. Ef kvikmynd ratar á hvíta tjaldið getur það haft mikið auglýsingagildi. Tuttugu og átta kvikmyndaréttir eru nú til taks hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins. Þrjár eru vel á veg komnir: Rokland, sem byggð er á bók Hallgríms Helgasonar, var í tökum fyrr á þessu ári, Svartur á leik eftir Stefán Mána fer í tökur á næsta ári þar sem Þorvaldur Davíð leikur aðalhlutverkið og Órói eftir Ingibjörgu Reynisdóttur er komin vel á veg. Hún var einnig í tökum á þessu ári en leikstjóri er Baldvn Z. Ein elsta myndin á listanum yfir bækur sem hafa verið seldar er Slóð fiðrildanna eða A Journey Home eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Upphaflega stóð til að Liv Ullman myndi leikstýra þeirri mynd og hjónakornin Jennifer Connelly og Paul Bettany höfðu verið ráðin til að leika aðalhlutverkin. Fréttir um að Connelly væri farin að læra íslensku fyrir hlutverkið bárust hingað til Íslands. Ullman datt aftur á móti út og Bille August var sagður eiga að leikstýra myndinni en fátt hefur gerst síðan þá. Hollywood-framleiðandinn Steven Haft á réttinn að myndinni. Til að byrja með er rétt að geta þess að þetta eru engir tugir milljóna sem þarna skipta um hendur. Kvikmyndaréttarsamningum hefur verið skipt í tvo flokka. Annars vegar leiga á rétti þar sem höfundur fær eina greiðslu á ári í einhvern tiltekinn tíma, oftast þrjú ár, og hins vegar beinhörð kaup á kvikmyndarétti. Þá fær höfundur eina greiðslu við undirskrift og aðra ef bókin verður síðan loks að kvikmynd. Fyrir tveimur árum var leigan í kringum 300 þúsund krónur á ári en þegar samið var um kaup á kvikmyndarétti fékk höfundurinn í kringum hálfa milljón við undirskrift og sömu upphæð ef kvikmyndin verður að veruleika. Á þessu ári hefur ekki verið neinn hörgull af fréttum um kvikmyndaréttasamninga. Konur eftir Steinar Braga reið á vaðið í október en þá keypti ZikZak réttinn að þeirri bók. ZikZak samdi einnig við Kristínu Helgu Gunnarsdóttur um gerð kvikmyndar eftir barnabókinni Draugaslóð. Í kjölfarið kom svo frétt um að Björn Brynjólfur Björnsson hefði samið við Viktor Arnar Ingólfsson um hugsanlega kvikmynd- eða sjónvarpsþáttaröð eftir Flateyjargátu. Samvinna þeirra tveggja hafði áður getið af sér sjónvarpsþáttaröðina Mannaveiðar sem sýnd var á RÚV. Nýverið var síðan greint frá tveimur samningum til viðbótar; annars vegar keypti Saga Film réttinn að Ódáðahrauni eftir Stefán Mána og svo blandaði skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sér óvænt inn í kvikmyndabransann ásamt Hrafnhildi Gunnarsdóttur frá Krumma Films og keypti réttinn að Baróninum eftir Þórarin Eldjárn. freyrgigja@frettabladid.is Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur adflk
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira