Innlent

Íranar fagna boði um kjarnorkuviðræður

Ahmadinejad og félögum hans í Íran lýst vel á tilboð um viðræður.
Ahmadinejad og félögum hans í Íran lýst vel á tilboð um viðræður. MYND/AP

Yfirvöld í Íran taka vel í tilboð sex ríkja um að hefja viðræður um kjarnorkuáætlun landsins. Bandaríkin eru í hópi þeirra sem vilja ræða við Írana um málið og í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sem lesin var upp í íranska ríkisútvarpinu í dag var greint frá því að þar á bæ fagni menn uppbyggilegum viðræðum um málið.

Viðræðurnar muni hins vegar engin áhrif hafa á kjarnorkuáætlun Írans sem fram verði haldið í samvinnu við Alþjóðakjarnorkustofnunina. Bandaríkjamenn og vestrænir bandamenn þeirra gruna Írana um að vera að vinna að smíði kjarnorkuvopna en þeir staðhæfa að aðeins sé um friðsamlegar áætlanir að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×