Lífið

Tiger Woods vill fá næði

Tiger Woods ók á brunahana og hlaut nokkra áverka á andliti. Sumir fjölmiðlar halda því fram að eiginkona kylfingsins hafi átt sök á þeim.
Tiger Woods ók á brunahana og hlaut nokkra áverka á andliti. Sumir fjölmiðlar halda því fram að eiginkona kylfingsins hafi átt sök á þeim.
Kylfingurinn Tiger Woods slasaðist illa í andliti eftir að hafa ekið bíl sínum úr heimreið sinni á nálægan brunahana og á tré í garði nágrannans. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um tildrög slysins, en sumir halda að Woods hafi ætlað að keyra burt eftir hávaðasamt rifrildi við eiginkonu sína, sænsku fyrirsætuna Elinu Nordegren. Sögur um mein framhjáhald Woods hafa verið á kreiki undanfarna daga og vilja sumir meina að Nordegren hafi elt Woods úr húsi þeirra hjóna og brotið bílrúður með golfkylfu eftir rifrildi.

Woods hefur verið útskrifaður af spítala og sendi í gær frá sér svohljóðandi tilkynningu: „Þetta atvik hefur verið erfitt fyrir Elinu, fjölskyldu okkar og mig. Ég er þakklátur fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur, en ég vil einnig óska eftir því að okkur verði sýndur skilningur á þessum erfiðu tímum og að okkur verði gefinn friður til að leysa þetta vandamál í næði.“

Rachel Uchitel, konan sem Woods á að hafa sængað hjá, segir sögusagnirnar vera hreina lygi, þrátt fyrir að oðrómurinn hafi verið staðfestur af nánum vinum hennar. The National Enquirer, sem fyrst flutti fréttirnar, segir vinkonur Uchitel einnig hafa staðist lygapróf sem styðji sögur þeirra enn frekar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.