Mikill heiður að vera valinn í þennan sterka hóp Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2009 06:00 Ólafur Guðmundsson, leikmaður FH. Mynd/Valli Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guðmundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guðmundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúrulega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki." Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópnum. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi," sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn," sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guðmund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir." Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guðmundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guðmundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúrulega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki." Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópnum. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi," sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn," sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guðmund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni