Innlent

Samkomulag búið að nást um Icesave

Samkomulag hefur náðst á Alþingi um að ljúka annarri umræðu um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Málið fer þá í nefnd en meðal annars stendur til að láta enska lögfræðistofu meta Icesave samningana.

Samkomulagið var undirritað laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en þá höfðu umræður um Icesave frumvarpið staðið í tæplega hundrað klukkustundir. Þingfundur hófst á ný klukkan tíu en fjórtán mál eru á dagskrá Alþingis í dag þar á meðal skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×