Fótbolti

Eiður á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með Barcelona.
Eiður Smári í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP
Barcelona mætir Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 16.00 í dag. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk liðsins.

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerir þó nokkrar breytingar á sínu liði frá bikarleiknum gegn Espanyol í vikunni. Á miðjunni í dag eru þeir Yaya Toure, Sergio Busquets og Xavi. Andres Iniesta, Samuel Eto'o og Thierry Henry eru í fremstu víglínu.

Barcelona getur endurheimt tólf stiga forskot sitt í deildinni þar sem að Real Madrid vann 2-0 sigur á Numancia í deildinni í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×