Innlent

Setti inn smáauglýsingu og fann stolinn bíl

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Bíllinn hans Kristjáns er kominn í leitirnar.
Bíllinn hans Kristjáns er kominn í leitirnar.

„Ég setti auglýsingu á tapað-fundið. Það borgaði sig fljótt," sagði Kristján Jóhannsson, en hann auglýsti eftir stolinni bifreið sinni á smáauglýsingavef Vísis í gær. Aðeins sólarhring eftir að auglýsingin birtist var bíllinn kominn í leitirnar.

Að sögn Kristjáns var bílnum, Dodge Ram sendibíl með númerið ME 380, stolið aðfaranótt þriðjudags frá Hofteig í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem Kristján fékk frá lögreglu var bíllinn að öllum líkindum notaður í þjófnað og skilinn eftir inni í Kópavogi. Það var svo athugull vegfarandi sem þótti bíllinn ekki eiga heima þar og lét vita af honum.

Að sögn Kristjáns eru nokkrar skemmdir á bílnum. „Svissinn í honum var ónýtur og stuðarinn var rispaður að aftan. Hann hefur verið notaður í einhvern þungaflutning."

Kristján er þó ánægður að hafa fengið bílinn aftur og vildi koma á framfæri þakklæti til Hjartar sem lét vita af bílnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×