Kallaður þjófur á þingi Evrópuráðsins Breki Logason skrifar 29. janúar 2009 20:15 Ellert B. Schram Ellert B. Schram þingmaður Samfylkingar var staddur á þingi Evrópuráðsins í Strassbourg í vikunni. Þegar verið var að ræða stöðuna í fjármálaheiminum kvaddi hann sér hljóðs og talaði um beitingu breta á hryðjuverkalögunum. Breskir þingmenn gerðu þá hróp að Ellerti og sökuðu íslendinga um að hafa stolið öllum peningunum af breskum sparifjáreigendum. Ellerti var brugðið. Ellert er fulltrúi Alþingis í Evrópuráðinu ásamt Guðfinnu Bjarnadóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Steingrími J. Sigfússyni. Þau Guðfinna flugu út á sunnudag og sátu umrætt þing. Hópnum var síðan skipt í flokkagrúppur og fór Ellert í hóp með sósíal demókrötum þar sem rætt var um stöðuna í fjármálaheiminum. Meðal annars tók Robert Wade sem komið hefur hingað til lands þátt í umræðunum. Ísland var í kastljósinu að sögn Ellerts og rætt um ástandið hér sem aðvörun til hinna. „Í þessari umræðu kvaddi ég mér hljóðs og gerði grein fyrir þeirri stöðu sem við erum í. Þar dró ég ekkert undan og sagði að við bærum að mestu leyti sjálf ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið. Síðan gerði ég það að umtalsefni hvernig bretarnir veittu okkur náðarhöggið með beitingu hryðjuverkalaganna," segir Ellert en þau ummæli vöktu mikil viðbrögð. „Þá var hrópað að mér að við hefðum stolið öllum peningunum af bretunum og ætluðum ekki að borga til baka. Það urðu hálfgerð uppsteyt þarna en ég sagðist bara geta sýnt þeim listann. Þetta voru fullttrúar Verkamannaflokksins í Bretlandi en ljóst er að stemmningin var rafmögnuð," segir Ellert sem var nokkuð brugðið við hróp þingmannanna. „Mér fannst líka á andrúmsloftinu og viðbrögðum fólks að okkur er vorkennt fyrir þá stöðu sem við erum í." Þó kom eitt og annað út úr þinginu en Ellert og félagar höfðu lagt fram tillögu þar sem velt er fyrir sér hvort þessi beitingi hryðjuverkalaganna stangist á við mannréttindi. „Það var samþykkt að taka það mál til meðferðar og því var vísað til nefndar sem á að skila skýrslu til þingsins," segir Ellert en þingið hittist fjórum sinnum á ári. Því má búast við niðurstöðu annaðhvort í apríl eða júní. „Allavega einhverntíma á þessu ári." Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Ellert B. Schram þingmaður Samfylkingar var staddur á þingi Evrópuráðsins í Strassbourg í vikunni. Þegar verið var að ræða stöðuna í fjármálaheiminum kvaddi hann sér hljóðs og talaði um beitingu breta á hryðjuverkalögunum. Breskir þingmenn gerðu þá hróp að Ellerti og sökuðu íslendinga um að hafa stolið öllum peningunum af breskum sparifjáreigendum. Ellerti var brugðið. Ellert er fulltrúi Alþingis í Evrópuráðinu ásamt Guðfinnu Bjarnadóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Steingrími J. Sigfússyni. Þau Guðfinna flugu út á sunnudag og sátu umrætt þing. Hópnum var síðan skipt í flokkagrúppur og fór Ellert í hóp með sósíal demókrötum þar sem rætt var um stöðuna í fjármálaheiminum. Meðal annars tók Robert Wade sem komið hefur hingað til lands þátt í umræðunum. Ísland var í kastljósinu að sögn Ellerts og rætt um ástandið hér sem aðvörun til hinna. „Í þessari umræðu kvaddi ég mér hljóðs og gerði grein fyrir þeirri stöðu sem við erum í. Þar dró ég ekkert undan og sagði að við bærum að mestu leyti sjálf ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið. Síðan gerði ég það að umtalsefni hvernig bretarnir veittu okkur náðarhöggið með beitingu hryðjuverkalaganna," segir Ellert en þau ummæli vöktu mikil viðbrögð. „Þá var hrópað að mér að við hefðum stolið öllum peningunum af bretunum og ætluðum ekki að borga til baka. Það urðu hálfgerð uppsteyt þarna en ég sagðist bara geta sýnt þeim listann. Þetta voru fullttrúar Verkamannaflokksins í Bretlandi en ljóst er að stemmningin var rafmögnuð," segir Ellert sem var nokkuð brugðið við hróp þingmannanna. „Mér fannst líka á andrúmsloftinu og viðbrögðum fólks að okkur er vorkennt fyrir þá stöðu sem við erum í." Þó kom eitt og annað út úr þinginu en Ellert og félagar höfðu lagt fram tillögu þar sem velt er fyrir sér hvort þessi beitingi hryðjuverkalaganna stangist á við mannréttindi. „Það var samþykkt að taka það mál til meðferðar og því var vísað til nefndar sem á að skila skýrslu til þingsins," segir Ellert en þingið hittist fjórum sinnum á ári. Því má búast við niðurstöðu annaðhvort í apríl eða júní. „Allavega einhverntíma á þessu ári."
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira