Kallaður þjófur á þingi Evrópuráðsins Breki Logason skrifar 29. janúar 2009 20:15 Ellert B. Schram Ellert B. Schram þingmaður Samfylkingar var staddur á þingi Evrópuráðsins í Strassbourg í vikunni. Þegar verið var að ræða stöðuna í fjármálaheiminum kvaddi hann sér hljóðs og talaði um beitingu breta á hryðjuverkalögunum. Breskir þingmenn gerðu þá hróp að Ellerti og sökuðu íslendinga um að hafa stolið öllum peningunum af breskum sparifjáreigendum. Ellerti var brugðið. Ellert er fulltrúi Alþingis í Evrópuráðinu ásamt Guðfinnu Bjarnadóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Steingrími J. Sigfússyni. Þau Guðfinna flugu út á sunnudag og sátu umrætt þing. Hópnum var síðan skipt í flokkagrúppur og fór Ellert í hóp með sósíal demókrötum þar sem rætt var um stöðuna í fjármálaheiminum. Meðal annars tók Robert Wade sem komið hefur hingað til lands þátt í umræðunum. Ísland var í kastljósinu að sögn Ellerts og rætt um ástandið hér sem aðvörun til hinna. „Í þessari umræðu kvaddi ég mér hljóðs og gerði grein fyrir þeirri stöðu sem við erum í. Þar dró ég ekkert undan og sagði að við bærum að mestu leyti sjálf ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið. Síðan gerði ég það að umtalsefni hvernig bretarnir veittu okkur náðarhöggið með beitingu hryðjuverkalaganna," segir Ellert en þau ummæli vöktu mikil viðbrögð. „Þá var hrópað að mér að við hefðum stolið öllum peningunum af bretunum og ætluðum ekki að borga til baka. Það urðu hálfgerð uppsteyt þarna en ég sagðist bara geta sýnt þeim listann. Þetta voru fullttrúar Verkamannaflokksins í Bretlandi en ljóst er að stemmningin var rafmögnuð," segir Ellert sem var nokkuð brugðið við hróp þingmannanna. „Mér fannst líka á andrúmsloftinu og viðbrögðum fólks að okkur er vorkennt fyrir þá stöðu sem við erum í." Þó kom eitt og annað út úr þinginu en Ellert og félagar höfðu lagt fram tillögu þar sem velt er fyrir sér hvort þessi beitingi hryðjuverkalaganna stangist á við mannréttindi. „Það var samþykkt að taka það mál til meðferðar og því var vísað til nefndar sem á að skila skýrslu til þingsins," segir Ellert en þingið hittist fjórum sinnum á ári. Því má búast við niðurstöðu annaðhvort í apríl eða júní. „Allavega einhverntíma á þessu ári." Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Ellert B. Schram þingmaður Samfylkingar var staddur á þingi Evrópuráðsins í Strassbourg í vikunni. Þegar verið var að ræða stöðuna í fjármálaheiminum kvaddi hann sér hljóðs og talaði um beitingu breta á hryðjuverkalögunum. Breskir þingmenn gerðu þá hróp að Ellerti og sökuðu íslendinga um að hafa stolið öllum peningunum af breskum sparifjáreigendum. Ellerti var brugðið. Ellert er fulltrúi Alþingis í Evrópuráðinu ásamt Guðfinnu Bjarnadóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Steingrími J. Sigfússyni. Þau Guðfinna flugu út á sunnudag og sátu umrætt þing. Hópnum var síðan skipt í flokkagrúppur og fór Ellert í hóp með sósíal demókrötum þar sem rætt var um stöðuna í fjármálaheiminum. Meðal annars tók Robert Wade sem komið hefur hingað til lands þátt í umræðunum. Ísland var í kastljósinu að sögn Ellerts og rætt um ástandið hér sem aðvörun til hinna. „Í þessari umræðu kvaddi ég mér hljóðs og gerði grein fyrir þeirri stöðu sem við erum í. Þar dró ég ekkert undan og sagði að við bærum að mestu leyti sjálf ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið. Síðan gerði ég það að umtalsefni hvernig bretarnir veittu okkur náðarhöggið með beitingu hryðjuverkalaganna," segir Ellert en þau ummæli vöktu mikil viðbrögð. „Þá var hrópað að mér að við hefðum stolið öllum peningunum af bretunum og ætluðum ekki að borga til baka. Það urðu hálfgerð uppsteyt þarna en ég sagðist bara geta sýnt þeim listann. Þetta voru fullttrúar Verkamannaflokksins í Bretlandi en ljóst er að stemmningin var rafmögnuð," segir Ellert sem var nokkuð brugðið við hróp þingmannanna. „Mér fannst líka á andrúmsloftinu og viðbrögðum fólks að okkur er vorkennt fyrir þá stöðu sem við erum í." Þó kom eitt og annað út úr þinginu en Ellert og félagar höfðu lagt fram tillögu þar sem velt er fyrir sér hvort þessi beitingi hryðjuverkalaganna stangist á við mannréttindi. „Það var samþykkt að taka það mál til meðferðar og því var vísað til nefndar sem á að skila skýrslu til þingsins," segir Ellert en þingið hittist fjórum sinnum á ári. Því má búast við niðurstöðu annaðhvort í apríl eða júní. „Allavega einhverntíma á þessu ári."
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira