Lífið

Andkristur fékk kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Úr myndinni Andkristur sem hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2009.
Úr myndinni Andkristur sem hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2009.
Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier og framleiðandinn Meta Louise Foldager fá kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2009.

Danski kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfundurinn Lars von Trier og Meta Louise Foldager framleiðandi fá kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2009 fyrir kvikmyndina ANDKRISTUR (ANTICHRIST) .

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Græna ljósinu en myndin er sýnd í Háskólabíó á vegum þeirra

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali á verðlaunahafa segir:

ANDKRISTUR eftir Lars von Trier er villt sjónræn veisla en jafnframt yfirgengilega ofbeldisfull kvikmynd sem fjallar um sorg, heift og sekt. Kvikmyndin, sem er í senn óþægileg og hjartnæm, fjallar um þá ringulreið sem skapast í lífi hjóna þegar ungur sonur þeirra deyr. Hún er ástríðufull frásögn af órökrænum öflum tilfinninga og eðlishvata, sem hvorki skynsemi né meðferð fær stjórnað. MMM yndin er á mörkum hins innra og ytra veruleika og leitað er í innstu sálarkirna sögupersóna.

Með fullkomnu tjáningarfrelsi sviðsetur Lars von Trier martröð foreldranna eins nákvæmlega og unnt er, og lýsir á miskunnarlausan hátt þeirri upplausn sem verður í kynbundnum hlutverkum þeirra. Með fullkominni sviðssetningu,leik og margvíslegri skírskotun í menningarsöguna, setur ANDKRISTUR það þekkta úr kvikmyndamáli, og hið sálfræði- og líkamlega í nýtt og ögrandi samhengi.

Úr þessu framsýna verki sprettur fram formlaust myrkur, nístandi einsemd og sársauki sem frumforsenda þess að mannskepnan lifir af. Á þennan hátt, sem vissulega er afar persónulegur, setur Lars von Trier spurningamerki við hentistefnu í trúmálum og ræðst gegn viðurkenndri rökhugsun og allsráðandi metnaðargirnd og ýtir áhorfandanum fram á ystu nöf eigin ótta.

Í dómnefnd kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2009 voru Anna Jerslev, lektor (Danmörk), Johanna Grönquist, ritstjóri (Finnland), Sjón, rithöfundur (Ísland), Le LD Nguyen, kvikmyndagagnrýnandi (Noregur) og Eva af Geijerstam, kvikmyndagagnrýnandi (Svíþjóð).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.